Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.
Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk undangengið keppnisár.
Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð í ár.
Suðurlandsdeildin hefst þann 22. Janúar 2019 og verða keppniskvöldin fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn atvinnumaður eða tveir áhugamenn fyrir hvert lið í þeirri grein. Ætlast er til að allir liðsmenn keppi a.m.k. einu sinni á tímabilinu.
22. janúar – Fjórgangur
5. febrúar – Fimmgangur
22. febrúar – Parafimi
5. mars – Tölt og skeið
8. mars – Lokahóf
Það eru níu lið sem eiga þátttökurétt í Suðurlandsdeildinni á næsta tímabili. Það eru Krappi, Húsasmiðjan, Heimahagi, Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð, Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll, GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir, Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar, IceWear og Sunnuhvoll/Ásmúli. Þessi lið þurfa að tilkynna fyrir 30. September hvort þau hyggist vera áfram með.
Þegar það liggur fyrir hvaða lið halda áfram verða laus sæti auglýst en þau eru að lágmarki þrjú. Umsóknarfrestur verður til 20. október og þurfa þá allir jafnframt að skila inn upplýsingum um liðsskipan. Þátttökugjald verður óbreytt.
Allar spurningar vegna Suðurlandsdeildar skulu sendar á rangarhollin@gmail.com.
Sjáumst í Rangárhöllinni í vetur!
Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð í ár.
Suðurlandsdeildin hefst þann 22. Janúar 2019 og verða keppniskvöldin fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn atvinnumaður eða tveir áhugamenn fyrir hvert lið í þeirri grein. Ætlast er til að allir liðsmenn keppi a.m.k. einu sinni á tímabilinu.
22. janúar – Fjórgangur
5. febrúar – Fimmgangur
22. febrúar – Parafimi
5. mars – Tölt og skeið
8. mars – Lokahóf
Það eru níu lið sem eiga þátttökurétt í Suðurlandsdeildinni á næsta tímabili. Það eru Krappi, Húsasmiðjan, Heimahagi, Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð, Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll, GG Gröfuþjónusta og VÍKINGarnir, Bakkakot/Kolsholt/Álfhólar, IceWear og Sunnuhvoll/Ásmúli. Þessi lið þurfa að tilkynna fyrir 30. September hvort þau hyggist vera áfram með.
Þegar það liggur fyrir hvaða lið halda áfram verða laus sæti auglýst en þau eru að lágmarki þrjú. Umsóknarfrestur verður til 20. október og þurfa þá allir jafnframt að skila inn upplýsingum um liðsskipan. Þátttökugjald verður óbreytt.
Allar spurningar vegna Suðurlandsdeildar skulu sendar á rangarhollin@gmail.com.
Sjáumst í Rangárhöllinni í vetur!