Website-Icon EYJA

Skrifstofustarf hjá LH


Starfssvið
Dagleg umsjón afreksmála sambandsins – Landsliðs – Afrekshóps – Æskulýðsstarfs.
Almenn skrifstofustörf og þjónusta við aðildarfélög sambandsins.
Umsjón verkefna, þátttaka í samstarfsverkefnum og eftirlit með starfsemi.
Umsjón með stefnumótun, markmiðasetningu og aðgerðaráætlun í afreksmálum.
Samskipti við landsliðsnefnd, landsliðsþjálfara og fagteymi sambandsins.

Menntunar- og hæfniskröfur
Íþróttafræðingur eða önnur sambærileg menntun sem nýtist til starfsins.
Reynsla og áhugi af félags-, íþrótta- og afreksstarfi æskileg.
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt góðri þjónustulund, stundvísi og reglusemi.
Frumkvæði ögun og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð íslensku- og enskukunnátta, í töluðu og rituðu máli nauðsynleg.
Mjög góð almenn tölvukunnátta.

Umsókn
Um fullt starf er að ræða og starfsstöð er skrifstofa LH í Laugardal, Reykjavík.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferliskrá og kynning á umsækjanda.

Upplýsingar um starfið veitir Hjörný Snorradóttir, framkvæmdastjóri, í síma 848 1315, eða í tölvupóstfangi hjorny@lhhestar.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2018
Die mobile Version verlassen