Skeiðleikar samhliða Suðurlandsmóti


Skráning er í gegnum Sportfeng þar sem velja þarf Geysir sem aðildarfélag og skrá á Suðurlandsmót. Skráningarfrestur er til annars kvöld, miðvikudaginn 22.ágúst.

Mikilvægt er að skrá innan þess tíma. Skeiðleikarnir fara fram sunnudaginn 26.ágúst. Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og
Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon