Mikill fjöldi búa náði afgerandi góðum árangri á sýningaárinu 2018. Til að afmarka val ræktunarbúa og leiða að niðurstöðu eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu. Að auki verða minnst tvö að hafa náð aðaleinkunn 8,0 eða hærra. Þá eru einkunnir leiðréttar eftir aldri og kyni líkt og gert er við kynbótamatsútreikninga.
Þetta gerir allar einkunnir samanburðarhæfar áður en búunum er svo raðað upp eftir leiðréttum einkunnum og fjölda sýndra hrossa. Búin sem komast í pottinn verða að ná fjórum hrossum að lágmarki með 8.00 í aðaleinkunn eftir leiðréttingu sem er þá önnur sía á gögnin. Þá reiknast afkvæmaverðlaunahross (stóðhestar og hryssur) til stiga fyrir sína ræktendur samkvæmt föstum reglum þar um. Reglur um ræktunarbú ársins eru inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is.
Í meðfylgjandi töflu eru öll búin, 49 að tölu, sem uppfylltu fyrrnefndar lágmarkskröfur árið 2018. Dálkarnir sýna meðaltal leiðréttrar aðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa (en afkvæmahross bæta við fjöldann). Þá er sérstaklega tilgreint í síðasta dálknum ef afkvæmahross leggja til stiga og auka á fjölda hrossa fyrir búið á árinu. Efst í töflunni eru þau tólf bú sem tilnefnd voru til viðurkenningarinnar í ár í þeim sætum sem útreiknuð stig raðaði þeim í en þar fyrir neðan eru búin sem komust auk þeirra til greina í ár í stafrófsröð.
Að auki er neðst tafla yfir sýnd hross frá Ketilsstöðum árið 2018.
Sæti Ræktunarbú Ræktendur Mt. A.eink Fjöldi
1. Ketilsst./S-Gegnishólar Bergur Jónsson og Olil Amble 8,45 15 Afkv
2. Garðshorn á Þelamörk Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius 8,67 5 Afkv
3-5. Berg Anna Dóra Markúsdóttir, Jón Bjarni Þorvarðarson og fjölsk. 8,63 4
3-5. Stuðlar Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson 8,47 6
3-5. Torfunes Baldvin Kr. Baldvinsson 8,46 7 Afkv
6-8. Hamarsey Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos 8,43 8 Afkv
6-8. Steinsholt Jakob S. Sigurðsson og Sigurður G. Sigurðsson 8,50 4
6-8. Þúfur Mette Mannseth og Gísli Gíslason 8,41 9
9-10. Fet Karl Wernersson, Hrossaræktarbúið FET ehf 8,33 16 Afkv
9-10. Steinnes Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir og fjölsk. 8,35 11 Afkv
11. Stóra-Vatnsskarð Benedikt G. Benediktsson 8,36 9 Afkv
12. Íbishóll Elisabeth Jansen og Magnús B. Magnússon 8,36 8 Afkv
——-
Auðsholtshjáleiga Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda 8,18 8
Austurás Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda 8,33 8
Álfhólar Sara Ástþórsdóttir 8,33 5
Árbæjarhjáleiga II Marjolijn Tiepen, Kristinn Guðnason og fjölsk. 8,27 10 Afkv
Ármót Ármótabúið ehf 8,21 4
Ásbrú Vilberg Skúlason 8,21 4
Blesastaðir 1A Hólmfríður B. Björnsdóttir, Magnús Tr. Svavarsson og fjölsk. 8,15 11
Brúnastaðir 2 Ketill Ágústsson 8,33 4
Dalland Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir, Hestamiðstöðin Dalur ehf 8,27 5
Egilsstaðakot Einar Hermundsson og fjölsk. 8,37 4
Enni Eindís Kristjánsdóttir og Haraldur Þór Jóhannsson 8,17 4
Eyland Davíð Matthíasson og Rut Skúladóttir 8,32 4
Eystra-Fróðholt Ársæll Jónsson, Anna Fía Finnsdóttir og fjölsk. 8,20 10 Afkv
Hafsteinsstaðir Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson 8,31 5
Hlemmiskeið 3 Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir 8,31 5
Hólar Hólaskóli 8,32 5
Hvolsvöllur Helga Friðgeirsdóttir og Ásmundur Þór Þórisson 8,34 5
Höfðabakki Sigrún Kristín Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson 8,25 4
Kirkjubær Ágúst Sigurðsson, Unnur Óskarsdóttir og fjölsk., Kirkjubæjarbúið sf 8,33 10 Afkv
Kjarr Helga Sigurðardóttir, Helgi Eggertsson og fjölskylda 8,22 7
Kjartansstaðir Þorvaldur Geir Sveinsson 8,29 5
Kolsholt 2 Helgi Þór Guðjónsson, Oddný L. Guðnadóttir og Guðjón Sigurðsson 8,23 5
Kvistir Kvistir ehf. 8,21 11 Afkv
Leirubakki Anders Hansen og fjölskylda 8,33 6
Litla-Brekka Vignir Sigurðsson 8,23 6
Margrétarhof Margrétarhof hf 8,20 5
Prestsbær Inga og Ingar Jensen, Prestsbær ehf 8,31 5
Rauðalækur Eva Dyröy, Guðmundur Fr. Björgvinsson, Kristján Ríkharðsson 8,36 6
Skipaskagi Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir 8,34 7
Skíðbakki III Erlendur Árnason og Sara Pesenacker 8,17 6
Stóra-Hof Bæring Sigurbjörnsson og Kolbrún Jónsdóttir 8,18 6
Strandarhjáleiga Þormar Andrésson, Sigurlín Óskarsdóttir og fjölsk. 8,30 8 Afkv
Strandarhöfuð Auður M. Möller, Guðmundur M. Stefánsson, Strandarhöfuð ehf 8,20 4
Sunnuhvoll Anna Björg Níelsdóttir og fjölsk. 8,16 4
Vesturkot Finnur Ingólfsson og fjölsk. 8,26 9 Afkv
Þjóðólfshagi 1 Sigurður Sigurðarson og Sigríður Arndís Þórðardóttir 8,29 6
Sýnd hross frá Syðri-Gegnishólum/Ketilsstöðum árið 2018 – Hæsti dómur
Fæðingarnúmer Nafn Uppruni Dómsland Sýnandi Eigandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
IS2013276176 Hugmynd Ketilsstöðum IS Olil Amble Bergur Jónsson, Olil Amble 8.13 8.86 8.57
IS2010176189 Stúdent Ketilsstöðum IS Bergur Jónsson Bergur Jónsson, Guðmundur Þorsteinn Bergsson 8.43 8.63 8.55
IS2013187660 Álfaklettur Syðri-Gegnishólum IS Bergur Jónsson Olil Amble 8.65 8.45 8.53
IS2011187660 Álfgrímur Syðri-Gegnishólum IS Olil Amble Olil Amble 8.58 8.37 8.45
IS2012287660 Huldumær Syðri-Gegnishólum IS Olil Amble Olil Amble 8.16 8.52 8.38
IS2011276178 Hugrökk Ketilsstöðum IS Elín Holst Bergur Jónsson, Olil Amble 7.96 8.52 8.3
IS2012276174 Framsýn Ketilsstöðum IS Bergur Jónsson Bergur Jónsson 8.56 7.97 8.21
IS2012276181 Aradís Ketilsstöðum DK Kristian Tofte Ambo Rasmussen Bergur Jónsson 8.3 8.15 8.21
IS2014176181 Gígur Ketilsstöðum IS Elín Holst Bergur Jónsson 8.44 8 8.18
IS2014176176 Dugur Ketilsstöðum IS Elín Holst Bergur Jónsson, Olil Amble 8 8.2 8.12
IS2014176186 Stinni Ketilsstöðum IS Bergur Jónsson Bergur Jónsson 8.22 8.03 8.11
IS2014187660 Ljósálfur Syðri-Gegnishólum IS Olil Amble Olil Amble 8.39 7.85 8.07
IS2013276186 Örvænting Ketilsstöðum IS Bergur Jónsson Bergur Jónsson 8.02 7.98 8
IS2014187663 Stillir Syðri-Gegnishólum IS Bergur Jónsson Olil Amble 8.22 7.7 7.91
IS2012176176 Pipar Ketilsstöðum IS Bergur Jónsson Bergur Jónsson, Olil Amble 7.71 7.98 7.87