Keppt verður í :
Tölt (samanborið reglum FEIF T3)
Fjórgangur (samanborið reglum FEIF V2)
Fimmgangur (samanborið reglum FEIF F2)
Mjólkurtölt. (Riðið 1 hringur á fegurðar tölti)
Vegna veðurs hefur verið ákveðið að halda mótið inni og falla því niður stökkkappreiðarnar sem fyrirhugaðar voru.
Verðlaunin eru styrkt af Hrímni og vegleg verðlaun verða í boði.
Mótsstjórar eru Tinna Rut og Larissa Silja, nemendur á hestafræðibraut og einnig í viðburðarstjórnun.
Hvetjum áhorfendur til að gera sér ferð heim að Hólum og taka þátt eða horfa á þetta skemmtilega mót. Hlökkum til að sjá sem flesta.