Website-Icon EYJA

Nýjar niðurstöður vekja upp vonir í baráttunni gegn sumarexemi

Rannsakendur í Sviss hafa þróað og prófað nýtt bóluefni fyrir hross sem lágmarkaði ofnæmissvörun sumarexems í tilraunastóði, sem samanstóð af 34 íslenskum hrossum. Lyfið er það fyrsta sem einblínir á eósínsækna svörun, þ.e. hvítu blóðkornin sem taka þátt í ofnæmisviðbrögðunum. Tilraunirnar sýndu fram að bóluefnið dró marktækt úr einkennum sjúkdómsins og er það þannig fyrsta bóluefnið sem sýnir fram á marktækan árangur við bólusetningu.

Nærri helmingur þeirra hesta sem var bólusettur sýndi 50{9aeeeda557abe44de3fb85b41073e0526143a50e91d308534e92b8141b03f4f5} framfarir á einkennum exemsins miðað við fyrra ár, þegar þeir höfðu ekki fengið neitt bóluefni á meðan fjórðungur tilraunahópsins sýndi 75{9aeeeda557abe44de3fb85b41073e0526143a50e91d308534e92b8141b03f4f5} framfarir. Það var ekki tilfellið hjá samanburðarhópnum sem fékk lyfleysu, en einungis 1/8 af þeim hrossum sýndu 50{9aeeeda557abe44de3fb85b41073e0526143a50e91d308534e92b8141b03f4f5} framfarir og ekkert 75{9aeeeda557abe44de3fb85b41073e0526143a50e91d308534e92b8141b03f4f5} framfarir. Eru þetta því marktækar niðurstöður sem eru gefa góð fyrirheit um framhaldið.

Gefur þetta íslenskum söluaðilum tilefni til að gleðjast, enda sumarexem ein stærsta ástæða þess að erlendur kaupendur eru of ragir við að kaupa hesta sem fæddir eru á Íslandi.

Ljóst er að sumarexem er mun minna vandamál í íslenskum hrossum sem fædd eru erlendis en þeim sem fædd eru á Íslandi, þar sem mýflugan sem veldur exeminu er ekki til hér á landi. Mýflugan sem um ræðir nefnist Culicoides, en hún sýgur blóð hrossa. Við það sýna sum hross ofnæmisviðbrögð sem koma yfirleitt fram á makka eða stert hestsins. Eru einkennin oft fljót að ágerast ef ekkert er aðhafst og getur sjúkdómurinn orðið afar þrálátur.

Rannsakendurnir eiga jafnvel von á því að meðferðin gæti mögulega komið á markað árið 2020 eða 2021, að því gefnu að áframhaldandi tilraunir gefi áfram góða raun. Eru þetta virkilega góðar fréttir fyrir íslenska hestinn, þar sem bóluefnið getur opnað dyrnar fyrir auknum útflutningi frá Íslandi.

Rannsóknin sem um ræðir heitir ,,Treating insect-bite hypersensitivity in horses with active vaccination against IL-5” og var hún birt í ritinu Journal af Allergy and Clinical Immunology í apríl á þessu ári.

Fyrir áhugasama má lesa nánar um sumarexem í Líflandsfræðslu Isibless hér.
Die mobile Version verlassen