Sigurbjörn er reynslu mesti knapi Meistaradeildarinnar og hefur hann sigrað einstaklingskeppnina þrisvar sinnum, árin 2002, 2009 og 2010.
Sigurbjörn er mjög bjartsýnn fyrir veturinn og er spenntur að vinna með liðinu í vetur. “Það er mjög góð stemming innan liðsins. Mikill hugur og mikil gleði. Þetta eru allt knapar mikið yngri en ég og er gaman að vinna með þeim en það einkennir þau mikill húmor og léttleiki. Það gefur manni ákveðna lífsfyllingu að vinna í svona samvinnu. Menn mæta glaðir á æfingu og er þetta virkilega flotta fólk,” segir Sigurbjörn en markmið liðsins er að mæta vel undirbúin til leiks, taka þátt og hafa gaman að því.
Sigurbjörn telur sig vera ágætlega vel hestaðann fyrir veturinn. “Ég er vel hestaður í sumar greinar en ekki nógu vel í aðrar. Ég tók þá ákvörðun í fyrra að ég myndi einungis taka þátt þar sem mér finnst ég eiga erindi. Ég er með nýjan hest í fimmgang og svo er ég með Nagla frá Flagbjarnarholti í gæðingafimi þ.e.a.s. ef við vinnum okkur rétt þar. Skeiðgreinunum kem ég sterkur inn en ég er bæði með góðan hest í gæðingaskeiðið og fljótann hest í hinar greinarnar.
Inntur eftir styrkleikum liðsins liggur ekki á svörum hjá Sigurbirni sem hann telur vera bjartsýni og jákvætt viðhorf til árangurs. Aðspurður út í veikleika svarar Sigurbjörn, eftir nokkra umhugsun, að það sé aldurinn. “Þá meina ég ekki meðalaldur liðsins,” segir Sigurbjörn og hlær. “Þetta eru mest allt ungir knapar sem eru að ýta sér úr vör. Þau eru að hefja sinn keppnisferil að alvörur og við vitum það að djúpa lauginn er alltaf djúp. Það kallar á reynslu og þá er spurning hvort við reynslumeiri getum miðlað af henni,” segir Sigurbjörn og bætir við að þetta séu ungt fólk uppfyllt af eldmóði og sé virkilega notalegt að vinna með þeim.
“Það er ekkert drama og loftslagið innan liðsins er frábært, allir að hjálpast að,” segir Sigurbjörn og bætir við “Á mánudaginn verður ákveðið hverjir keppa fyrir hönd liðsins í fjórgangnum en það eru fjórir sem ætla sér að ríða og því verður einn að sitja eftir heima. Ég reikna með að ég hafi hönd í bagga með ákvörðun um hvaða þrír knapar þetta verða. Við tókum það vel fyrir að þó að einn sitji heima að má mæti hann á keppniskvöldið og styðji sína liðsfélaga. Þannig höldum við góðum liðsanda sem er mjög mikilvægt.”
Það verður spennandi að fylgjast með þessu nýja liði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is
DAGSKRÁ 2019
Dagsetning Grein Staðsetning
31.janúar – Fjórgangur V1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.febrúar – Slaktaumatölt T2 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
28.febrúar – Fimmgangur F1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.mars – Gæðingafimi – TM höllin í Fáki, Reykjavík
23.mars – Gæðingaskeið og 150m. skeið
4.apríl – Tölt T1 og flugskeið – TM höllin í Fáki, Reykjavík
Sigurbjörn er mjög bjartsýnn fyrir veturinn og er spenntur að vinna með liðinu í vetur. “Það er mjög góð stemming innan liðsins. Mikill hugur og mikil gleði. Þetta eru allt knapar mikið yngri en ég og er gaman að vinna með þeim en það einkennir þau mikill húmor og léttleiki. Það gefur manni ákveðna lífsfyllingu að vinna í svona samvinnu. Menn mæta glaðir á æfingu og er þetta virkilega flotta fólk,” segir Sigurbjörn en markmið liðsins er að mæta vel undirbúin til leiks, taka þátt og hafa gaman að því.
Sigurbjörn telur sig vera ágætlega vel hestaðann fyrir veturinn. “Ég er vel hestaður í sumar greinar en ekki nógu vel í aðrar. Ég tók þá ákvörðun í fyrra að ég myndi einungis taka þátt þar sem mér finnst ég eiga erindi. Ég er með nýjan hest í fimmgang og svo er ég með Nagla frá Flagbjarnarholti í gæðingafimi þ.e.a.s. ef við vinnum okkur rétt þar. Skeiðgreinunum kem ég sterkur inn en ég er bæði með góðan hest í gæðingaskeiðið og fljótann hest í hinar greinarnar.
Inntur eftir styrkleikum liðsins liggur ekki á svörum hjá Sigurbirni sem hann telur vera bjartsýni og jákvætt viðhorf til árangurs. Aðspurður út í veikleika svarar Sigurbjörn, eftir nokkra umhugsun, að það sé aldurinn. “Þá meina ég ekki meðalaldur liðsins,” segir Sigurbjörn og hlær. “Þetta eru mest allt ungir knapar sem eru að ýta sér úr vör. Þau eru að hefja sinn keppnisferil að alvörur og við vitum það að djúpa lauginn er alltaf djúp. Það kallar á reynslu og þá er spurning hvort við reynslumeiri getum miðlað af henni,” segir Sigurbjörn og bætir við að þetta séu ungt fólk uppfyllt af eldmóði og sé virkilega notalegt að vinna með þeim.
“Það er ekkert drama og loftslagið innan liðsins er frábært, allir að hjálpast að,” segir Sigurbjörn og bætir við “Á mánudaginn verður ákveðið hverjir keppa fyrir hönd liðsins í fjórgangnum en það eru fjórir sem ætla sér að ríða og því verður einn að sitja eftir heima. Ég reikna með að ég hafi hönd í bagga með ákvörðun um hvaða þrír knapar þetta verða. Við tókum það vel fyrir að þó að einn sitji heima að má mæti hann á keppniskvöldið og styðji sína liðsfélaga. Þannig höldum við góðum liðsanda sem er mjög mikilvægt.”
Það verður spennandi að fylgjast með þessu nýja liði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is
DAGSKRÁ 2019
Dagsetning Grein Staðsetning
31.janúar – Fjórgangur V1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.febrúar – Slaktaumatölt T2 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
28.febrúar – Fimmgangur F1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.mars – Gæðingafimi – TM höllin í Fáki, Reykjavík
23.mars – Gæðingaskeið og 150m. skeið
4.apríl – Tölt T1 og flugskeið – TM höllin í Fáki, Reykjavík