Teit gekk nokkuð vel í deildinni í fyrra en hann endaði í 5.sæti í einstaklingskeppninni. “Ég er vel hestaður í flestar greinar í ár. Ég er búin að hesta mig upp í skeiðgreinunum en á hinum vígstöðunum er ég með svipaða hesta og í fyrra. Ég er með hesta í flestar greinar svo verður bara að sjá hvort að það dugi mér þar sem liðið er gríðarlega sterkt,” segir Teitur en liðið setur markið hátt þennan vetur. “Ef allir ná að tefla sínu besta fram og ná góðri frammistöðu ættum við að geta verið mjög sterk í liðakeppninni. Við ætlum í það minnsta að gera allt til þess að standa okkur vel.“
Liðið er nokkuð samhelt en þau Teitur, Eyrún og Matthías vinna öll á sömu torfunni svo það er ekki erfitt að leita eftir aðstoð frá liðsfélögunum. “Við erum alltaf að kíkja á hvort annað og hjálpast að þegar þarf. Matti er með sömu hesta og í fyrrasumar, nú eru þeir reynslunni ríkari og ætla að láta að sér kveða. Árni Björn er svo eins og allir vita meistari meistaradeildarinnar og er búinn að undirbúa hesta í allar greinar. Nokkrum dögum fyrir deildina eru léttar æfingar þar sem allir fá smá punkta frá hvor öðrum. Konráð er síðan fyrir norðan (að stunda nám við Hólaskóla) og er því minna með okkur en þegar kemur að skeiðinu þá mun hann örugglega koma og gefa sér tíma með okkur, en vonandi sem minnsta tíma á brautinni,” segir Teitur að lokum.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu frábæra liði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is
DAGSKRÁ 2019
Dagsetning Grein Staðsetning
31.janúar – Fjórgangur V1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.febrúar – Slaktaumatölt T2 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
28.febrúar – Fimmgangur F1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.mars – Gæðingafimi – TM höllin í Fáki, Reykjavík
23.mars – Gæðingaskeið og 150m. skeið
4.apríl – Tölt T1 og flugskeið – TM höllin í Fáki, Reykjavík