Website-Icon EYJA

Meistaradeildin: Lið Ganghesta / Margrétarhofs


Sigurður segir stemminguna vera góða í liðinu en góð samvinna er í hópnum. “Það er mjög góður andi í liðinu en við höfum alltaf lagt áherslu á að það sé góða samvinna og góð stemming innan hópsins. Við gerum sem best úr því sem við höfum og byggjum hvort annað upp,” segir Sigurður en hann telur samvinnuna vera einn af styrkleikum liðsins.  

“Við munum vera með mikið af nýjum hestum í ár svo það er spennandi að sjá hvernig spilast úr hlutunum. Ég er nánast einungis með nýja hesta,” segir Sigurður. Lið Ganghesta/Margrétarhofs stóð sig mjög vel í gæðingaskeiðinu í fyrra en þau unnu liðaskjöldinn. “Ég reikna svona frekar með að við munum keppa með sömu hesta en kannski verða einhverjar breytingar.” segir Sigurður og bætir við “það er erfitt að segja til um það á þessum tíma.”

Eins og áður hefur komið fram er liðið mjög samhent og hjálpaðst þau mikið að “Við höfum verið mjög dugleg að æfa saman og erum í góðu sambandi. Við höfum reyndar ekki mikið hisst núna en það á eftir að aukast nú þegar deildin fer í gang,” segir Sigurður en hingað til hafa engin vandamál verið innan liðsins og ákvarðanir teknar í góðri samvinnu.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu hörkuliði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is

DAGSKRÁ 2019
Dagsetning Grein Staðsetning
31.janúar – Fjórgangur V1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.febrúar – Slaktaumatölt T2 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
28.febrúar – Fimmgangur F1 – Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.mars – Gæðingafimi – TM höllin í Fáki, Reykjavík
23.mars – Gæðingaskeið og 150m. skeið
4.apríl – Tölt T1 og flugskeið – TM höllin í Fáki, Reykjavík
Die mobile Version verlassen