Meistaradeildin: Knapaskipti í tveim liðum
Ólafur Andri hefur áður verið í deildinni en þá var hann í liði Hrímnis/Export hesta. Ólafur Andri er bústjóri á Feti og hefur vakið mikla eftirtekt fyrir góða reiðmennsku.
Flosi Ólafsson er nýútskrifaður reiðkennari frá Hólum og starfar nú í Hafnarfirði. Flosi hefur náð góðum árangri bæði á keppnis- og kynbótavellinum en hann sýndi m.a. stóðhestinn Fork frá Breiðabólsstað.
Meistaradeildin hefst 31.janúar en hægt er að kaupa ársmiða á deildina inn á tix.is eða á stakan viðburð.
DAGSKRÁ 2019
Dagsetning Grein Staðsetning
31.janúar Fjórgangur V1 Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14. febrúar Slaktaumatölt T2 Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
28. febrúar Fimmgangur F1 Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14. mars Gæðingafimi TM höllin í Fáki, Reykjavík
23 mars Gæðingaskeið og 150m. skeið
4 apríl Tölt T1 og flugskeið TM höllin í Fáki, Reykjavík