Í upphafi fundar fór formaður verkefnastjórnar, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, yfir stöðu verkefnisins og hvað hefur gerst á árinu. Í kjölfarið af þeirri yfirferð stýrði Þórður Freyr Sigurðsson verkefnastjóri hjá SASS hugarflugsfundi. Lagt var upp með þrjú megin umræðuefni viðburðinn, aðbúnað og umgjörð og markaðs- og kynningarmál.
Gestum fundarins var skipt upp í hópa og svo skipt innan hópanna svo allir fengju tækifæri á að ræða allt. Undir hverju umræðuefni voru svo umræðupunktar en hópunum að öðru leyti ekki stýrt. Verkefnastjórn LM2020 býður nú það verkefni fara yfir og taka saman niðurstöður fundarins. Það eru spennandi tímar framundan og að mörgu að hyggja.
Verkefnastjórn LM2020