LM: Hafsteinn og Teitur öruggir í A-flokknum
A-flokks farandbikarinn þarf því ekki að ferðast langt en eins og flestir vita eru þau Teitur Árnason og Eyrún Ýr Pálsdóttir í sambandi en Eyrún vann einmitt A-flokkinn á síðasta Landsmóti á hinum stórkostlega Hrannari frá Flugumýri II. Það er því spurning hvort bikarinn skipti í mesta lagi um hillu í hesthúsinu næstu tvö árin.
Þess má einnig til gamans geta að að Hafsteinn frá Vakursstöðum er annar Álfasteinssonurinn á stuttum tíma sem vinnur A-flokk á Landsmóti en Spuni frá Vesturkoti, Álfasteinssonur, sigraði A-flokkinn á Landsmóti 2014.
A-flokkur
A-úrslit
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Hafsteinn frá Vakurstöðum / Teitur Árnason 9,09
2 Atlas frá Lýsuhóli / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,84
3 Villingur frá Breiðholti í Flóa / Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8,82
4 Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason 8,82
5 Nói frá Stóra-Hofi / Daníel Jónsson 8,78
6 Nói frá Saurbæ / Sina Scholz 8,77
7 Sjóður frá Kirkjubæ / Eyrún Ýr Pálsdóttir * 8,58
8 Roði frá Lyngholti / Árni Björn Pálsson 8,52