Íslenski hesturinn er eitt af fáum hestakynjum þar sem gæði hófa eru metin við kynbótastarf. Því eins og sagt er; enginn er hestur án hófa. Íslenskir hestar eru því yfirleitt með afbragðs hófa sem gott er að eiga við. Bæði erfðir og umhverfi hafa áhrif á gæði hófa en sumir hófar eiga auðveldara uppdráttar í óvægnu umhverfi en aðrir. Landið sem hesturinn elst upp hefur mikið um það að segja hvers konar umhirðu hófarnir þurfa. Hestur sem elst upp í mýri er líklegri til að vera með mýkri og rakari hófa en sá hestur sem elst upp á þurru túni. Best er að umhverfið sé sem fjölbreyttast svo hófarnir séu í sem mestu jafnvægi.
Hófolía er gagnleg bæði til þess að næra og mýkja þurra hófa raka ásamt því að verja hófana fyrir of miklum raka.
Nauðsynlegt að þrífa hófana vel
Mikilvægt er að byrja ávallt á því að þrífa hófana áður en hófolía er borin á og hafa þá þurra. Best er að notast við grófan bursta til þess að nudda af óhreinindi og svo hófkraka til að fjarlægja þá drullu, steina og smáhluti sem geta festst á milli skeifunnar og hófbotnsins. Setjið aldrei olíu á óhreinan hóf, þar sem það lokar óhreinindin inni.
Fyrir hesta sem eru með of þurra hófa og jafnvel sprungur er sniðugt að skola hófana vel og jafnvel leggja þá í bleyti í 5-10 mín með hreinu vatni áður en hófolía er notuð. Hins vegar verður að passa að gera þetta ekki of oft svo hófarnir verði ekki of mjúkir. Hjá hestum með of raka hófa er best að bíða með að setja hófolíuna á þangað til hófurinn hefur þornað eða verið þurrkaður vel með tusku. Hjá hestum með of þurra hófa er í lagi að setja hófolíuna á rakan hóf.
Mismunandi tegundir
Hófolíur eru mismunandi. Sumar henta betur fyrir hesta sem eyða mestum tíma inn í þurri stíu (líkt og flestir íslenskir hestar á veturna) á meðan aðrar henta fyrir þá hesta sem eru mikið úti. Sumar hófolíur eru betur til þess fallnar að halda rakanum inn í hófnum á meðan aðrar eru góðar til þess að halda rakanum frá. Gott er því að lesa vel á umbúðirnar og spyrja dýralækni, járningamann eða aðra sérfræðinga um hvaða vöru sé best að nota í hverju tilfelli. Neðst í greininni eru tillögur með hvaða vara hentar hvaða tilfelli, en best er að ráðfæra sig við áðurnefnda fagaðila ef um sérstaka hófumhirðu er að ræða og hvaða vara henti best.
Hentugast er að byrja á að bera hófolíuna við hófhvarfið, þar sem hárin enda. Þar dregur hófurinn í sig mestan raka. Svo er burstað lóðrétt niður með hófnum svo þunnt svo jafnt lag af olíu verður eftir á öllum hófnum. Ekki er síður mikilvægt að bera hófolíu á hófbotn hestsins og best er að láta olíuna þorna sem mest áður en hesturinn er settur aftur inn í stíu t.d. með spæni (sem þurrkar upp olíuna).
Með hesta sem eru með of raka hófa (sem eru oftast mjúkir og svampkenndir) er gott að nota hófolíu sem herðir hófana og heldur rakanum úti. Í flestum tilfellum þurfa þeir hestar sjaldnar á hófolíu að halda heldur en þeir sem eru með of þurra hófa. Hófleg notkun á hófolíu á hér best við. Með hesta sem eru með of þurra hófa þarf olían að gefa hófnum raka og halda rakanum inn í hófnum. Gott er að nota hófolíu 2-3 í viku á of þurra hófa á meðan þeir jafna sig en fækka því niður í einu sinni í viku þegar rakastigið í hófnum hefur náð jafnvægi.
Að vita hvenær þörf er á að nota hófolíu
Hófarnir eru, eftir allt saman, undirstaða hestsins og nauðsynlegt að hugsa vel um þá. Hins vegar er mikilvægt er að nota einungis hófolíu ef þörf er á því, þar sem olían hefur áhrif á náttúrulega getu hófsins til að draga í sig og hrinda frá sér raka og skal því notuð vandlega. Óhóflega eða óþarfa notkun ber því að varast, enda getur það valdið vandamálum fyrir hestinn.
Hér að neðan eru tillögur að vörum sem henta vel til góðrar hófumhirðu og fást auðveldlega á Íslandi. Listinn er á engan hátt tæmandi.
Fyrir hesta með þurra hófa:
– Leovet hófolía úr nýju Hoof Lab línunni : inniheldur hreinar jurtaolíur sem næra hófinn og halda honum teygjanlegum og sterkum. Olían heldur raka inn í hófnum og verndar gegn sliti.
– Leovet hóffeiti úr nýju Hoof Lab línunni : lokar raka inn í hófnum án þess að hindra öndun og stuðlar þannig að sterkum hófum. Inniheldur laurel og eucalyptus sem er bakteríudrepandi og nærir hófinn vel.
– Carr&Day&Martin Cornucrescine áburður : byggist á efnablöndu sem samanstendur m.a. af bíótíni, zinki, calcium og fleiri efnum sem nauðsynleg eru til að viðhalda heilbrigði hófanna. Hentar einkar vel fyrir hesta sem eru í þurru umhverfi. Fæst einnig með tea tree olíu, sem er sveppa- og bakteríudrepandi.
Fyrir hesta með of raka hófa:
– Leovet hófherðir úr nýju Hoof Lab línunni : hentar vel fyrir hesta sem eru með of mjúka hófa, sprungur eða auman hófbotn. Hefur styrkjandi áhrif á hófvegginn og gerir hófinn endingarbetri.
– Mustad Tuff Stuff : er hófherðir sem borinn er á neðri hluta hófveggs eftir járningu (yfir fjaðragöt) til þess að verja gegn bakteríum og styrkja sprunginn hófvegg.
– Carr&Day&Martin Vanner og Prest hóftjara : er náttúruleg þykk tjara sem innsiglar hófinn og vatnsver hann. Er því kjörinn á hesta sem eru með of raka hófa eða standa oft í mikilli bleytu.
Allar ofangreindar vörur fást í verslunum Líflands.
Hófolía er gagnleg bæði til þess að næra og mýkja þurra hófa raka ásamt því að verja hófana fyrir of miklum raka.
Nauðsynlegt að þrífa hófana vel
Mikilvægt er að byrja ávallt á því að þrífa hófana áður en hófolía er borin á og hafa þá þurra. Best er að notast við grófan bursta til þess að nudda af óhreinindi og svo hófkraka til að fjarlægja þá drullu, steina og smáhluti sem geta festst á milli skeifunnar og hófbotnsins. Setjið aldrei olíu á óhreinan hóf, þar sem það lokar óhreinindin inni.
Fyrir hesta sem eru með of þurra hófa og jafnvel sprungur er sniðugt að skola hófana vel og jafnvel leggja þá í bleyti í 5-10 mín með hreinu vatni áður en hófolía er notuð. Hins vegar verður að passa að gera þetta ekki of oft svo hófarnir verði ekki of mjúkir. Hjá hestum með of raka hófa er best að bíða með að setja hófolíuna á þangað til hófurinn hefur þornað eða verið þurrkaður vel með tusku. Hjá hestum með of þurra hófa er í lagi að setja hófolíuna á rakan hóf.
Mismunandi tegundir
Hófolíur eru mismunandi. Sumar henta betur fyrir hesta sem eyða mestum tíma inn í þurri stíu (líkt og flestir íslenskir hestar á veturna) á meðan aðrar henta fyrir þá hesta sem eru mikið úti. Sumar hófolíur eru betur til þess fallnar að halda rakanum inn í hófnum á meðan aðrar eru góðar til þess að halda rakanum frá. Gott er því að lesa vel á umbúðirnar og spyrja dýralækni, járningamann eða aðra sérfræðinga um hvaða vöru sé best að nota í hverju tilfelli. Neðst í greininni eru tillögur með hvaða vara hentar hvaða tilfelli, en best er að ráðfæra sig við áðurnefnda fagaðila ef um sérstaka hófumhirðu er að ræða og hvaða vara henti best.
Hentugast er að byrja á að bera hófolíuna við hófhvarfið, þar sem hárin enda. Þar dregur hófurinn í sig mestan raka. Svo er burstað lóðrétt niður með hófnum svo þunnt svo jafnt lag af olíu verður eftir á öllum hófnum. Ekki er síður mikilvægt að bera hófolíu á hófbotn hestsins og best er að láta olíuna þorna sem mest áður en hesturinn er settur aftur inn í stíu t.d. með spæni (sem þurrkar upp olíuna).
Með hesta sem eru með of raka hófa (sem eru oftast mjúkir og svampkenndir) er gott að nota hófolíu sem herðir hófana og heldur rakanum úti. Í flestum tilfellum þurfa þeir hestar sjaldnar á hófolíu að halda heldur en þeir sem eru með of þurra hófa. Hófleg notkun á hófolíu á hér best við. Með hesta sem eru með of þurra hófa þarf olían að gefa hófnum raka og halda rakanum inn í hófnum. Gott er að nota hófolíu 2-3 í viku á of þurra hófa á meðan þeir jafna sig en fækka því niður í einu sinni í viku þegar rakastigið í hófnum hefur náð jafnvægi.
Að vita hvenær þörf er á að nota hófolíu
Hófarnir eru, eftir allt saman, undirstaða hestsins og nauðsynlegt að hugsa vel um þá. Hins vegar er mikilvægt er að nota einungis hófolíu ef þörf er á því, þar sem olían hefur áhrif á náttúrulega getu hófsins til að draga í sig og hrinda frá sér raka og skal því notuð vandlega. Óhóflega eða óþarfa notkun ber því að varast, enda getur það valdið vandamálum fyrir hestinn.
Hér að neðan eru tillögur að vörum sem henta vel til góðrar hófumhirðu og fást auðveldlega á Íslandi. Listinn er á engan hátt tæmandi.
Fyrir hesta með þurra hófa:
– Leovet hófolía úr nýju Hoof Lab línunni : inniheldur hreinar jurtaolíur sem næra hófinn og halda honum teygjanlegum og sterkum. Olían heldur raka inn í hófnum og verndar gegn sliti.
– Leovet hóffeiti úr nýju Hoof Lab línunni : lokar raka inn í hófnum án þess að hindra öndun og stuðlar þannig að sterkum hófum. Inniheldur laurel og eucalyptus sem er bakteríudrepandi og nærir hófinn vel.
– Carr&Day&Martin Cornucrescine áburður : byggist á efnablöndu sem samanstendur m.a. af bíótíni, zinki, calcium og fleiri efnum sem nauðsynleg eru til að viðhalda heilbrigði hófanna. Hentar einkar vel fyrir hesta sem eru í þurru umhverfi. Fæst einnig með tea tree olíu, sem er sveppa- og bakteríudrepandi.
Fyrir hesta með of raka hófa:
– Leovet hófherðir úr nýju Hoof Lab línunni : hentar vel fyrir hesta sem eru með of mjúka hófa, sprungur eða auman hófbotn. Hefur styrkjandi áhrif á hófvegginn og gerir hófinn endingarbetri.
– Mustad Tuff Stuff : er hófherðir sem borinn er á neðri hluta hófveggs eftir járningu (yfir fjaðragöt) til þess að verja gegn bakteríum og styrkja sprunginn hófvegg.
– Carr&Day&Martin Vanner og Prest hóftjara : er náttúruleg þykk tjara sem innsiglar hófinn og vatnsver hann. Er því kjörinn á hesta sem eru með of raka hófa eða standa oft í mikilli bleytu.
Allar ofangreindar vörur fást í verslunum Líflands.