Website-Icon EYJA

Kerckheart myndbandið: Hvernig hefur áseta knapans áhrif á hestinn?

Í þessu áhugaverða myndbandi má sjá þegar hreyfingar hestsins undir mismunandi ásetu knapans eru mældar með skynjurum á fótum hestsins. Þó mælingarnar séu óvísindalegar, þá hafa fjölmargar vísindalegar rannsóknir sýnt fram á það að hvernig áseta knapans getur haft áhrif á hreyfimynstur hestsins.

Knapinn á myndbandinu er bæði fenginn til að sitja skakkur með mjaðmirnar og að falla saman í hliðinni. Hefur það þau áhrif að þyngd knapans fellur ójafnt á setbeinin og hefur þar af leiðandi þau áhrif að þeim megin sem þyngdin er meiri hjá knapanum, á hesturinn erfiðara með að stíga inn undir sig og klára skrefið.

Þegar knapinn er ekki í góðri ásetu eða jafnvægi getur hann í raun verið til trafala við að koma hestinum í jafnvægi og þannig hindrað að hesturinn geti hreyft sig í réttri líkamsbeitingu.

[video1]
Die mobile Version verlassen