Sonur hans Ljúfur frá Torfunesi sigraði nú töltið á Landsmótinu með glæsibrag og hefur það ekki áður gerst að feðgar sigra tölt á LM.
Dóttir hans Kolka frá Breiðholti í Flóa hlaut hinn eftirsótta Hestastein sem er gefinn í minningu Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki, hann er veittur hæst dæmda kynbótahrossinu fyrir hæfileika á Landsmóti, hún hlaut 9.07 fyrir hæfileika á mótinu og 9.10 á vorsýningu. Ennfremur var gæðingurinn Villingur frá Breiðholti í Flóa þriðji í A-flokki gæðinga.
Það er hægt að telja upp mörg afkvæmi Gruns, meðal annars Aris frá Akureyri sem sigraði A-flokk gæðinga á LM2008 og var hann einnig Íslandsmeistari í 5g 2011.
Önnur þekkt keppnishross undan Grun eru t.d Héðinn Skúli frá Oddhóli og Skorri frá Skriðulandi. Grunur hefur aldrei verið mikið notaður en þó er hann búinn að skila afburða gæðingum og afreks keppnishrossum.
Afkvæma lýsing :
Grunur gefur meðalstór hross með skarpt höfuð og vel opin augu en krummanef. Hálsinn er reistur með mjúka yfirlínu við háar herðar. Bakið er vöðvafyllt og lendin öflug og djúp. Afkvæmin eru hlutfallarétt og sívalvaxinn. Fætur hafa öflugar sinar en eru útskeifir að framan. Hófar eru yfir meðallagi og hafa jafnan hvelfdan botn. Afkvæmi Gruns eru léttstíg og yfirleitt alhliðageng. Töltið er takthreint með hárri fótlyftu og brokkið er skrefmikið. Skeiðið er skrefmikið og rúmt sé það fyrir hendi. Stökkið er hátt og fetið takthreint. Þau eru ásækin í vilja, oftar þjál og vakandi og fara afar vel í reið. Grunur gefur orkumikil hross með mikla útgeislun.
Grunur er ennþá í fullu fjöri og hægt er að koma með hryssur til hans í Oddhól.
Upplýsingar veitir: Sylvía 8969608 email: sylvia84@me.com
Það kostar 120þús ( vsk, girðingargjald, 1 sónar)