Website-Icon EYJA

Kennslusýning í Herði í janúar

Reiðhöll Harðar á Varmárbökkum.
Föstudaginn 4.janúar 2019
Húsið opnar 19.00 og sýningin hefst stundvíslega 19.30.

Rauði þráðurinn, þjálfun og uppbygging til árangurs!
Hinrik Sigurðsson reiðkennari og þjálfari.

Hinrik hefur bakgrunn í hestamennsku og hefur um árbil starfað sem reiðkennari, þjálfari og fyrirlesari víða um heim og sjálfur náð góðum árangri sem keppnis- og sýningarknapi með fjölda hrossa.

Þessa kvöldstund í Herði ætlar hann að fara yfir hvernig við byrjum vetrarþjálfunina svo árangur verði eins og stefnt er að. Farið er yfir þjálfun og uppbyggingu reið- og keppnishesta í bland við knapaþjálfun með áherslu á hugarfar, markmiðasetningu og svo líkamlega þjálfun knapa, jafnvægi og ásetu.

Hinrik fer með okkur yfir þau gildi sem hann hefur haft að leiðarljósi í þjálfun, bæði í máli og myndum og svo verklega með hesta þar sem farið er yfir þær aðferðir sem kynntar eru.

Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna, frítt fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri.
Die mobile Version verlassen