Á grundvelli stefnumótunarinnar sem lokið var við árið 2015 var gerð markaðsáætlun til næstu ára og ákváðu stjórnvöld að styðja við verkefnið með fjárframlagi til fjögurra ára. Á næsta ári er síðasta árið sem verkefnið er í þessum farvegi hvað form og fjármögnun varðar og er það því komið að því að þeir sem að verkefninu standa meti stöðu þess og móti farveg þess til framtíðar.
Þátttakendur í verkefninu eru bæði fyrirtæki, samtök og stofnanir: 20 opinberir aðilar og félagasamtök, 25 ræktunarbú, 11 fyrirtæki í hestaferðaþjónustu, 4 í hestavörum og þjónustu við íslenska hestamennsku og 3 aðilar í útflutningi. Íslandshestasamtök í fjórum löndum eru þátttakendur sem og alþjóðasamtökin FEIF.
Boðað verður til fundar með samstarfsaðilum í verkefninu í lok október og byrjun nóvember, þar sem farið er yfir árangur og markaðsaðgerðir í ár og áherslur mótaðar fyrir árið 2019.
Fundirnir verða haldnir:
31. október kl. 14:00 – 16:00 hjá Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7.hæð, 104 Reykjavík
2. nóvember í Tjarnarbæ, félagsheimili Skagfirðings á Sauðárkróki (í tengslum við sölusýningu Félags hrossabænda)
kl. 14:30 – 15:00 kynning sem er opin öllum
kl. 15:00 – 16:00 fundur með þátttakendum í Horses of Iceland um áherslur 2019
Nánari dagskrá send síðar – takið daginn frá. Við bjóðum upp á kaffi og „meððí“. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, jelena@islandsstofa.is sími 895 9170.