Hilbar hnakkakynning hjá Spretti þann 19. janúar
Hilbar fyrirtækið framleiðir gæða hnakka með ullarfyllingu og breiðum eða extra-breiðum (anatomic) undirdýnum. Knapinn situr auðveldlega á réttum stað á miðju hnakksins sem hjálpar bæði með þyngdardreifingu knapans og jafnvægi hestsins.
Til eru mismunandi týpur fyrir allar gerðir hesta og knapa.
Anoush Bargh, eigandi þýska fyrirtækisins Hilbar og Dr Susanne Braun, dýralæknir og kíropraktor verða á staðnum með fræðsluefni, leiðbeiningar og aðstoða þar sem margar spurningar geta vaknað eins og t.d.:
Hvað gerir hestinum kleift að bera þyngd á bakinu?
Hvar á hnakkurinn að vera?
Hvaða hluti baksins á hestinum er sterkastur?
Passar hnakkurinn á hestinn ?
Getur hnakkurinn skaðað hestinn ef hann liggur ekki á réttum stað?
Við skoðum hesta og knapa á fræðilegan hátt og leiðbeinum viðkomandi samkvæmt niðurstöðum á því mati.