Gleðilegt nýtt ár!
Árið fór vel af stað með mörgum innanhúsdeildum sem glæddu lífi í vetrarþjálfunina hjá hestamönnum, enda verið mikill uppgangur í innanhúsmótum og mótaröðum á undanförnum árum.
Tilhlökkunin fyrir Landsmóti í Reykjavík var áþreifanleg frá miðjum vetri og var hart barist um sæti á Landsmóti á vorsýningum kynbótahrossa og gæðingamótum hestamannafélaga um vorið. Það var mál manna að 23. Landsmótið hafi heppnast afar vel, en hestamannafélagið Fákur hélt mótið undir stjórn Landsmóts 2018 ehf. Margar vonarstjörnurnar meðal kynbótahrossanna urðu að stjörnum á mótinu og bæði glæstir sem og óvæntir sigrar unnust á hringvellinum.
Lífið er svo að sjálfsögðu hringrás, svo kvaddir voru nokkrir höfðingjar innan íslenskrar hrossaræktar, þeir Valur frá Árbakka, Arion frá Eystra-Fróðholti og Otur frá Sauðárkróki. Otur náði þeim merkilega áfanga að verða yfir 30 vetra gamall, en hann var 36 vetra þegar hann var felldur núna í haust.
Við hestamenn getum því verið ánægð með hvað árið 2018 hefur borið í skauti sér og hlakkað til að sjá hvaða tækifæri 2019 mun færa.
Gleðilegt nýtt ár!
Lífið er svo að sjálfsögðu hringrás, svo kvaddir voru nokkrir höfðingjar innan íslenskrar hrossaræktar, þeir Valur frá Árbakka, Arion frá Eystra-Fróðholti og Otur frá Sauðárkróki. Otur náði þeim merkilega áfanga að verða yfir 30 vetra gamall, en hann var 36 vetra þegar hann var felldur núna í haust.
Við hestamenn getum því verið ánægð með hvað árið 2018 hefur borið í skauti sér og hlakkað til að sjá hvaða tækifæri 2019 mun færa.
Gleðilegt nýtt ár!