Fákaflug, opið gæðingamót hestamannfélagsins Skagfirðings, var haldið á Sauðárkróki um helgina samhliða Sveitasælu. Riðin var sérstök forkeppni í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einnig var boðið upp á C1, tölt, 100m skeið og pollaflokk. Ný verðlaun voru veitt á mótinu, Hnokkabikarinn, og fylgdi nafnbótin Fákameistari þeim sem þau hlaut.
Hugmyndin með verðlaununum er að hampa fjölhæfum knöpum sem skara framúr í mörgum greinum og eru gefendur þau Gísli og Mette í Þúfum.
Reglur eru: Knapi sá sem keppir í flestum greinum hlýtur verðlaunin. Ef fleiri en einn koma til greina er árangur úr forkeppni notuð (nema ekki er forkeppni í skeiði). Þá er sætisröðun úr forkeppni lögð saman og sá knapi sem hlýtur fæst stig er sigurvegari. Knapar sem hljóta spjöld, viðvörun eða eru dæmdir úr leik fyrir áverka á mótinu koma ekki til greina. Ef sýning er 0, ógild eða fær ekki tíma á skeiði reiknist greinin ekki með.
Í ár var það Líney María Hjálmarsdóttir sem hlaut Hnokkabikarinn.
1. Harpa Sjöfn frá Hvolsvell og Bjarni Jónasson: 8,71
2 Hrafnista frá Hafsteinsstöðum og Skapti Steinbjörnsson: 8,57
3. Vængur frá Grund og Anna Kristín Friðriksdóttir: 8,50
4. Stimpill frá Þúfum og Gísli Gíslason : 8,50
5. Sjarmör frá Varmalæk og Líney María Hjálmarsdóttir: 8,42
6. Kostur frá Stekkjardal og Magnús Bragi Magnússon: 8,36
7. Eva frá Grafarkoti og Elvar Logi Friðriksson: 8,36
8. Sóta frá Steinnesi og Sigurður Heiðar Birgisson: 8,25
Sigurvegara í þessum flokk var veittur bikar til minningar um Sókron frá Sunnuhvoli. Gefendur: Gunnar Dungal og Þórdís
Niðurstöður A-úrslit B-flokkur
1. Skapti Steinbjörnsson og Oddi frá Hafsteinsstöðum: 8,74
2.Valdís Ýr Ólafsdóttir og Þjóstur frá Hesti: 8,53
3. Finnbogi Bjarnason og Úlfhildur frá Strönd: 8,52
4.Bjarni Jónasson og Kyndill frá Ytra-Vallholti: 8,49
5. Barbara Wenzl og Sif frá Þúfum: 8,47
6. Magnús Bragi Magnússon og Stássa frá Íbishóli: 8,41
7. Sigurður Heiðar Birgisson og Bubbi frá Breiðabólstað: 8,35
8. Gísli Gíslason og Pílatus frá Þúfum: þurftu því miður að hætta keppni
Framabikarinn var veittur sigurvegara í þessum flokki. Gefandi: Hestagallery
Niðurstöður A-úrslit T1
1. Rósanna Valdimarsdóttir og Sprækur frá Fitjum: 6,39
2. Magnús Bragi Magnússon og Gandur frá Íbishóli: 6,28
3. Valgerður Sigurbergsdóttir og Krummi frá Egilsá: 6,22
4. Líney María Hjálmarsdóttir og Rokkur frá Varmalæk: 6,11
5.Friðrik K Jakobsson og Glói frá Dallandi: 5,72
Niðurstöður A-úrslit ungmennaflokkur
1. Ingunn Ingólfsdóttir og Bálkur frá Dýrfinnustöðum: 8,50
2. Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Mylla frá Hólum: 8,35
3. Magnea Rut Gunnarsdóttir og Sigurvon frá Íbishóli: 8,06
4. Valgerður Sigurbergsdóttir og Sæla frá Akureyri: 7,97
VALS-bikarinn var veittur sigurvegara í þessum flokki. Gefandi Hestagallery
Niðurstöður A-úrslit unglingaflokkur:
1.Freydís Þóra Bergsdóttir og Ötull frá Narfastöðum: 8,58
2.Guðný Rúna Vésteinsdottir og Þruma frá Hofsstaðaseli: 8,50
3.Ásdís Freyja Grímsdóttir og Pipar frá Reykjum: 8,44
4.Jódís Helga Káradóttir og Finnur frá Kýrholti: 8,38
5.Björg Ingólfsdóttir og Hrímnir frá Hvammi 2: 8,37
6.Stefanía Sigfúsdóttir og Lokki frá Syðra-Vallholti: 8,28
7.Katrín Ösp Bergsdóttir og Svartálfur frá Sauðákróki: 8,17
8.Ingibjörg Rós Jónsdóttir og Fáni frá Lækjardal: 8,13
Þúfnabikarinn var veittur í þessum flokki. Gefendur: Mette og Gísli
Niðurstöður A-úrslit barnaflokkur
1. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Freyja frá Brú: 8,39
2.Þórgunnur Þórarinsdóttir og Flipi: 8,35
3. Kristín Hrund Vatnsdal og Gullsól frá Torfunesi: 8,35
4. Margrét Ósk Friðriksdóttir og Flinkur frá Íbishóli: 8,32
5. Sara Líf Elvarsdóttir og Aggi frá Sauðárkróki: 8,24
6. Kristinn Örn Guðmundsson og Vakandi frá Varmalæk 1: 8,17
Sigurvegari í þessum flokki hlaut Skagfirðingsbikarinn. Gefandi: Hestamannafélagið Skagfirðingur
Niðurstöður í áhugamannaflokki (C1)
1. Friðrik Jakobsson og Glói 8,22
2. Þórey Elsa Valborgardóttir og Vonarneisti frá Íbishóli 8,11
Kommubikarinn var veittur sigurvegara í þessum flokki. Gefandi: Narfastaðir – Weierholz