Website-Icon EYJA

Djörfung frá Ketilsstöðum hæst heiðursverðlaunahryssna 2018


Til þess að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi þarf hryssan að eiga að lágmarki 5 dæmd afkvæmi og vera með að minnsta kosti 116 stig í aðaleinkunn kynbótamats.

Efst þeirra hryssna sem hljóta afkvæmaverðlaun í ár og hlýtur þar með Glettubikarinn er Djörfung frá Ketilsstöðum, undan Álfasteini frá Selfossi og Framkvæmd frá Ketilsstöðum, Hrafnsdóttur sem jafnframt hlaut sjálf heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2012. Ræktandi Djörfungar er Bergur Jónsson, en hann er einnig eigandi að henni í dag ásamt Olil Amble. Djörfung var sjálf sýnd 4 vetra gömul árið 2008 og hlaut sinn hæsta dóm á Landsmóti sama ár, 8.23 í aðaleinkunn og hvorki meira né minna en 8.68 fyrir hæfileika, þar af 9.5 fyrir skeið og vilja og geðslag. Sýnandi hennar var Ólafur Andri Guðmundsson.

Djörfung er með 123 stig í kynbótamati og á í dag 8 skráð afkvæmi (fyrir utan það sem fætt er í ár og er ennþá óskráð) en af þeim eru fimm dæmd. Er hún jafnframt með 123 stig í kynbótamati. Hæst dæmda afkvæmi Djörfungar er Hugmynd frá Ketilsstöðum, undan Aðli frá Nýjabæ, en hún hlaut hæst 8.57 í aðaleinkunn, þar af 8.86 fyrir hæfileika. Hugmynd var hæst dæmda 4 vetra hryssa ársins 2017, svo eiginleikinn að koma fljótt til erfist sannarlega vel frá Djörfungu.

Dæmd afkvæmi Djörfungar (eftir aldri) eru :

IS númer   Nafn   Faðir   Sköpulag   Kostir   Aðaleinkunn   Kynbótamat

IS2010276176 – Fylking frá Ketilsstöðum   Dugur frá Þúfu í Landeyjum   7.78   8.28   8.08 119
IS2011276178 – Hugrökk frá Ketilsstöðum   Natan frá Ketilsstöðum   7.96   8.52   8.3   121
IS2012176176 – Pipar frá Ketilsstöðum   Stáli frá Kjarri   7.71   7.98   7.87   115
IS2013276176 – Hugmynd frá Ketilsstöðum   Aðall frá Nýjabæ   8.13   8.86   8.57   127
IS2014176176 – Dugur frá Ketilsstöðum   Ljóni frá Ketilsstöðum   8   8.2   8.12   120

Önnur í röðinni er Dögg frá Breiðholti í Garðabæ, en hún er undan Orra frá Þúfu og Hrund frá Torfunesi, Safírsdóttur sem sjálf hlaut heiðursverðlaun fyrir tveimur árum. Ræktandi Daggar er Gunnar Yngvason en eigandi í dag er Hjarðartún ehf. Dögg var sýnd í sinn hæsta kynbótadóm á Landsmóti 2006 en þau hlaut hún 8.61 í aðaleinkunn, 8.51 fyrir sköpulag, þar af með 9.5 fyrir háls og herðar og 8.67 fyrir hæfileika, þar af 9.5 fyrir fegurð í reið og 9 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og hægt tölt. Sýnandi var Jón Páll Sveinsson.

Dögg stóð efst í flokki 5 vetra hryssa á því landsmóti, enda bráðmyndarleg hryssa með skörulega framgöngu. Hún virðist vera að erfa vel frá sér mikið fas og fallega framgöngu en undan henni var sýnd eftirtektarverð klárhryssa í sumar, Dáð frá Hjarðartúni, undan Hróa frá Flekkudal, sem hlaut 9 fyrir tölt og 9.5 fyrir fegurð í reið. Dögg á 9 skráð afkvæmi en sex hafa mætt til dóms og er hún með 121 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Dáð er hæst dæmda afkvæmi Daggar en næstur er Dagur frá Hjarðartúni, Sæssonur sem hlaut 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og hefur jafnframt verið að standa sig vel í keppni undanfarið.

Dæmd afkvæmi Daggar (eftir aldri) eru :

IS númer   Nafn   Faðir   Sköpulag   Kostir   Aðaleinkunn   Kynbótamat

IS2007284874 – Dögun frá Hjarðartúni   Aron frá Strandarhöfði   8.09   8.19   8.15   121
IS2008184874 – Dagur frá Hjarðartúni   Sær frá Bakkakoti   7.93   8.16   8.07   121
IS2009184874 – Darri frá Hjarðartúni   Hnokki frá Fellskoti   8.18   8.16   8.17   117
IS2010284874 – Dagný frá Hjarðartúni   Krákur frá Blesastöðum 1A   8.21   7.78   7.95   115
IS2012284874 – Daggrós frá Hjarðartúni   Glymur frá Flekkudal   8.29   7.9   8.06   120
IS2013284874 – Dáð frá Hjarðartúni   Hrói frá Flekkudal   8.2   8.18   8.19   119

Þriðja í röðinni er Arndís frá Feti, undan Orra frá Þúfu og Vigdísi frá Feti og eru því báðir foreldrar hennar heiðursverðlaunahross. Vigdís var undan Kraflari frá Miðsitju og hlaut heiðursverðlaun árið 2006, en hún er m.a. móðir Vilmundar frá Feti og Sigynar frá Feti, sem sigraði flokk 5 vetra hryssna á Landsmóti nú í ár. Ræktandi Arndísar er Brynjar Vilmundarson en eigendur eru Fetsbúið og G. Jóhannsson ehf. Arndís hlaut sjálf 8.21 í aðaleinkunn árið 2004, 8.31 fyrir sköpulag og 8.15 fyrir sköpulag og þar af 9 fyrir fet. Sýnandi hennar var Guðmundur F. Björgvinsson.

Arndís er með 117 stig í kynbótamati og á í dag 13 skráð afkvæmi, þar af hafa 5 mætt til dóms og tvö með fyrstu verðlaun. Arndís virðist vera að gefa myndarleg alhliða hross með góða reisingu. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Keilisdóttirin Keila frá Árbæ með 8.29 í aðaleinkunn en þar á eftir kemur Fífa frá Feti með 8.16 í aðaleinkunn, undan Héðni frá Feti.

Dæmd afkvæmi Arndísar (eftir aldri) eru :

IS númer   Nafn   Faðir   Sköpulag   Kostir   Aðaleinkunn   Kynbótamat

IS2006186934 – Askur frá Árbæ   Keilir frá Miðsitju   7.85   7.43   7.6   108
IS2009286919 – Viðja frá Feti – Ómur frá Kvistum   8.09   7.6   7.79   114  
IS2010286931 – Keila frá Árbæ   Keilir frá Miðsitju   8.31   8.27   8.29   117          
IS2011286904 – Fífa frá Feti   Héðinn frá Feti   8.05   8.24   8.16   120      
IS2013186903 – Njörður frá Feti   Ómur frá Kvistum   8.19   7.71   7.9   117

Fjórða hryssan til að hljóta heiðursverðlaun er Eva frá Hvolsvelli, undan Ögra frá Hvolsvelli og Björk frá Hvolsvelli, Ófeigsdóttur. Ræktandi og eigandi Evu er Þormar Andrésson, sem nú kennir ræktun sína við Strandarhjáleigu. Eva var sýnd 5 vetra árið 2002 og hlaut hún þá 8.25 í aðaleinkunn, þar af 8.44 fyrir hæfileika en sýnandi hennar var Þórður Þorgeirsson.

Eva er með 117 stig í kynbótamati og 12 skráð afkvæmi, þar af eru 5 dæmd og öll eru þau með 1. verðlaun. Hæst dæmda afkvæmi Evu eru Hugrún frá Strandarhjáleigu, undan Skugga frá Strandarhjáleigu, en hún hlaut 8.32 í aðaleinkunn í vor.

Dæmd afkvæmi Evu (eftir aldri) eru :

IS númer   Nafn   Faðir   Sköpulag   Kostir   Aðaleinkunn   Kynbótamat

IS2006184883 – Vörður frá Strandarhjáleigu   Þóroddur frá Þóroddsstöðum   8.11   8.33   8.24   117
IS2008284877 – Ester frá Strandarhjáleigu   Þorsti frá Garði   8.24   8.3   8.28   118
IS2010284880 – Hugrún frá Strandarhjáleigu   Skuggi frá Strandarhjáleigu   8.31   8.32   8.32   119
IS2011284877 – Aldís frá Strandarhjáleigu   Skuggi frá Strandarhjáleigu   7.89   8.15   8.05   116
IS2013284880 – Björk frá Strandarhjáleigu   Stáli frá Kjarri   8   8.18   8.11   119

Fimmta og síðasta hryssan til að hljóta heiðursverðlaun í ár er Elding frá Lambanesi með 116 stig, undan Gimsteini frá Bergstöðum og Sveiflu frá Lambanesi. Ræktendur Eldingar eru Agnar Þór Magnússon og Camilla Linnebjerg Ripa en eigandi í dag er Sporthestar ehf. Á bakvið Sporthesta eru Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius en þau kenna hross sín nú við Garðshorn á Þelamörk. Elding er fædd árið 1994 og er því aldursforseti þeirra hryssna sem hljóta viðurkenningu í ár, 24 vetra.

Elding var sýnd árið 2001 og hlaut þá 8.03 í aðaleinkunn, 7.72 fyrir sköpulag og 8.24 fyrir hæfileika en hún var sýnd af Agnari Þór. Elding er búin að sanna sig sem frábær ræktunarhryssa en hún hefur hækkað kynbótamat sitt jafnt og þétt síðustu ár út á árangur afkvæma sinna. Elding á 14 skráð afkvæmi, 8 þeirra hafa mætt til kynbótadóms og eru 6 með 1. verðlaun. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Adrían frá Garðshorni á Þelamörk, undan Hágangi frá Narfastöðum en hann stóð efstur í 5 vetra flokki stóðhesta á nýliðnu Landsmóti með 8.63 í aðaleinkunn. Einnig má nefna Hersi frá Lambanesi, sem stóð efstur 4 vetra stóðhesta á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2013 og hlaut 8.57 á Landsmóti 2014. Hersir átti jafnframt glæsilega frumraun sem afkvæmahestur á Landsmótinu í sumar en hann er faðir þriggja hesta í 4 vetra flokki stóðhesta.

Dæmd afkvæmi Eldingar (eftir aldri) eru :

IS númer   Nafn   Faðir   Sköpulag   Kostir   Aðaleinkunn   Kynbótamat

IS2004238736 – Þruma frá Lambanesi   Glampi frá Vatnsleysu   7.69   7.98   7.86   111  
IS2007238736 – Vissa frá Lambanesi   Glymur frá Innri-Skeljabrekku   7.87   8.54   8.27   118
IS2008238736 – Djásn frá Lambanesi   Dynur frá Hvammi   7.98   7.82   7.88   111
IS2009138736 – Hersir frá Lambanesi   Forseti frá Vorsabæ II   8.15   8.85   8.57   124
IS2011264066 – Vænting frá Garðshorni á Þelamörk   Hlébarði frá Ketilsstöðum   7.84   8.25   8.09   118
IS2012264069 – Arya frá Garðshorni á Þelamörk   Fáfnir frá Hvolsvelli   8.4   8.47   8.44   120
IS2013164067 – Adrían frá Garðshorni á Þelamörk   Hágangur frá Narfastöðum   8.63   8.63   8.63   124
IS2014164067 – Neptúnus frá Garðshorni á Þelamörk   Hrannar frá Flugumýri II   8.27   8.26   8.26   122

Isibless óskar öllum eigendum og aðstandendum þessara gæðahryssna til lukku með árangurinn.
Die mobile Version verlassen