Innlendar fréttir
KategorieNiðurstöður Metamóts Spretts
Metamót Spretts lauk í dag á glæsilegum úrslitum eftir vel heppnaða helgi. Sigurbjörn Bárðason og Nagli frá Flagbjarnarholti stóðu uppi sem sigurvegarar í A-flokki en Katrín Eva Grétarsdóttir og Gyllir frá Skúfslæk sigruðu A-flokk áhugamanna. B-flokkinn sigruðu Skapti Steinbjörnsson og Oddi frá Hafsteinsstöðum og B-flokk áhugamanna sigruðu Vilborg Smáradóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum.
Metamót: Uppfærð dagsskrá og ráslistar
Keppni hefst kl 14:30 á föstudag, á blandaðri forkeppni í B-flokki. Allar afskráningar skulu berast skriflega í dómpall eða með sms í 869-8425. Við minnum á að bein útsending verður frá mótinu. Perlað af krafti verður í Samskipahöllinni milli 11-15 á laugardag, vonum að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í því.
Niðurstöður síðustu skeiðleika ársins
Síðustu skeiðleikum ársins í mótaröð Skeiðfélagsins og Baldvins og Þorvaldar lauk í gær á Brávöllum á Selfossi. Margir keppendur mættu til leiks og stemmingin var góð. Nú eins og undanfarin ár var keppt í stigakeppni sem náði yfir allt keppnistímabilið.
Lagersala Líflands enn í fullum gangi
Lagersala Líflands og Top Reiter er enn í fullum gangi í Brúarvogi 1-3, þar sem skrifstofur Líflands eru til húsa. Á lagersölunni verður hægt að gera frábær kaup á fatnaði og hestavörum á allt að 80{bbce306107591874a883bc620d7b31162f5b3aa68b5589138b9cd49f9b4ce574} afslætti.
Arion frá Eystra-Fróðholti felldur vegna slysfara
Sá hörmulegi atburður átti sér stað í dag að einn hæst dæmdi íslenski stóðhesturinn í heiminum, Arion frá Eystra-Fróðholti, var felldur í kjölfar slysfara. Er það sannarlega mikill missir og áfall fyrir Íslandshestaheiminn, en Arion var feikna vinsæll graðhestur, enda búinn að sanna sig sem bæði frábær einstaklingur og kynbótahestur, en hann hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti nú í sumar.
Skeiðleikar: Dagskrá og ráslistar
Miðvikudaginn 5.september verða haldnir síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2018. Skeiðleikarnir munu fara fram á Brávöllum á Selfossi. og hefjast klukkan 18:30. Veðurspáin er góð og allar aðstæður ættu því að vera frábærar fyrir skeiðkappreiðar!
Opinn fundur Geysis fyrir Landsþing LH
Nú er timinn til að taka þátt í að þróa hestamennskuna. Landsþing LH verður haldið í haust dagana 12. – 13. október og þar verða málefni sem snerta okkur hestamenn rædd og ákvarðanir teknar um framhaldið í hestamennskunni.
Síðustu Skeiðleikar ársins
Miðvikudaginn 5.september verða haldnir síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2018. Skeiðleikarnir munu fara fram á Brávöllum á Selfossi. Skráning er hafinn og fer fram í gegnum sportfeng þar sem velja þarf skeiðfélagið og viðburðinn „skeiðleikar 5“. Skráningu lýkur mánudagskvöldið 3.september.
Haustmót Léttis
Haustmót Léttis verður haldið á Hlíðarholtsvelli 1-2 september en mögulega verður mótið klárað á laugardeginum. Skráningu lýkur 30. ágúst. Ábendingar og fyrirspurnir sendist á lettir@lettir.is
Meistaradeild Líflands og æskunnar
Knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri ársins 2018. Knapar sækja um sem einstaklingar. Knapar búa sjálfir til lið. Þeir knapar sem fæddir eru árið 2001 til 2006 hafa þátttökurétt. (Elsta ár í barnaflokki og yngsta ár í ungmennaflokki árið 2019). Hvert lið skipar 4 knapa, allir knapar keppa á hverju móti en 3 efstu telja til stiga, nema á síðast mótinu telja stig allra knapa
Líflandsfræðslan: Notkun hófolíu
Undir venjulegum kringumstæðum er hesturinn með náttúrulegt fitulag sem verndar hófa hans fyrir frumefnunum. Þegar hesturinn er hins vegar í umhverfi sem er of blautt eða of þurrt, þá getur það leitt til ýmissa vandkvæða. Notkun hófolíu getur komið hófunum í samt lag við slíkar aðstæður og hjálpað til við að halda þeim heilbrigðum.
Leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk
FEIF og LH auglýsa eftir þátttekendum á þriðja leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið veður haldið 9. – 11. nóvember í TM-Reiðhöllinni í Reykjavík og húsakynnum Eldhesta við Hveragerði.