Innlendar fréttir
KategorieJárninganámskeið í Spretti í janúar
Helgina 18.-20. janúrar 2019 verður járninganámskeið í Spretti. Er það tilvalin jólagjöf fyrir hestamanninn. Kennari verður Kristján Elvar Gíslason.
Félagar í Félagi hrossabænda hafa nú aðgang að myndböndum WorldFengs
Nú er búið að opna aðgang að myndbandabanka Worldfengs fyrir félagsmenn í Félagi hrossabænda en ákvörðun um að kaupa aðgang var tekin á aðalfundi félagsins í október s.l. Nú þegar eru komin í myndabankann eftirtalin landsmót 1954, 1958, 1966, 1970, 1974, 1978, 1982, 1986, 2012, 2014, 2016 ásamt fjórðungsmótinu 2017 og fljótlega mun landsmótið 2018 bætast við.
Hrímnismótaröð Harðar 2019
Á komandi keppnistímabili mun mótanefnd hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ standa fyrir Hrímnis mótaröð. Mótaröðin er einstaklingskeppni og verður opin öllum en keppt verður í þremur greinum: gæðingafimi, fjórgang og fimmgang. Mótaröðin verður á miðvikudagskvöldum klukkan 18:00 og eru dagsetningarnar eftirfarandi:
Skrifstofustarf hjá LH
Landssamband hestamannafélag óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu, m.a. í umsjón með afreksmálum sambandsins. Leitað er að sjálfstæðum og drífandi einstakling með góða þekkingu á félagsstörfum og afreksstarfi félagasamtaka.
Kvennakvöld Líflands þann 6. des
Lífland og Top Reiter bjóða til Kvennakvölds fimmtudaginn 6. desember kl. 19:00. Láttu þig ekki vanta á þetta skemmtilega kvöld með góðum vinum, léttum veitingum og frábærum kvennakvöldstilboðum.
Myndbrot frá Laufskálaréttarsýningu 2018
Laufskálaréttarsýningin sem haldin var á föstudagskvöldinu á Laufskálaréttarhelginni í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki fór fram fyrir fullum sal og þótti lukkast vel. Meðfylgjandi er myndband sem útbúið var af sýningarstjórum sem sýnir svipmyndir af kvöldinu.
Kynningarfundur á kynbótamatsútreikningi íslenska hestsins
Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir opnum kynningarfundi á kynbótamati Íslenska hestsins. Fundurinn verður haldinn í Hliðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi, miðvikudaginn 5.desember nk. kl 20:00. Áætluð fundarlok eru klukkan 22:00.
Gæðingamót Íslands næsta sumar
Helgina 28. – 30. júni 2019 verður Gæðingamót Íslands haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu. Keppt verður í barna og unglingaflokki, ásamt A og B flokki fullorðinna og A og B flokki ungmenna. Gæðingameistari Íslands í hverjum flokki hlýtur glæsileg verðlaun.
Úr hestasölu í fasteignasölu – Viðtal við Elku Guðmundsdóttur
Elka Guðmundsdóttir var nokkuð áberandi í hestaheiminum fyrir nokkrum árum síðan, rak m.a. hestavefinn Hest.is í mörg ár við góðan orðstír og var fyrsti ritsjóri Isibless.is. En svo virtist sem einn góðan veðurdag hafi hún horfið af sviðinu, hætti hestafréttamennsku, seldi vefinn sinn og snéri sér alfarið að fasteignasölu. Í dag er hún löggildur fasteignasali hjá Domusnova í Kópavogi.
Örmerkinganámskeið í desember
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í desember. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hjá Matvælastofnun, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á tveimur stöðum verði þátttaka nægjanleg:
Líflandsfræðslan: Opinn sniðgangur
Opinn sniðgangur er æfing í fimiþjálfun og er af mörgum talin ein mikilvægasta æfingin við þjálfun hesta. Æfingin er bæði liðkandi og safnandi og hefur margvísleg góð áhrif á hestinn ef framkvæmd rétt. Hún er talin einna gagnlegust til að bæta töltið og jafna misstyrk, þar sem hún bætir jafnvægi og mýkt hestins.
Black Friday helgi í verslunum Líflands og Top Reiter!
Það er ekki einungis Svartur Föstudagur í verslunum Líflands og Top Reiter heldur heil helgi þar sem hestamenn geta gert kostakaup í öllum verslunum á landinu og einnig í vefverslun. Tilboðin standa frá og með deginum í dag fram á mánudag, þann 26. nóvember, sem gjarnan er kallaður Cyber Monday. Allt að 50{9aeeeda557abe44de3fb85b41073e0526143a50e91d308534e92b8141b03f4f5} afsláttur af völdum vörum!