Innlendar fréttir
KategorieSuðurlandsdeildin: Ráslistar fjórgangs
Nú er fyrsta mót í Suðurlandsdeildinni 2019 framundan á morgun, þriðjudag, þar sem keppt verður í fjórgangi. Suðurlandsdeildin líkt og áður fer fram í Rangárhöllinni á Hellu og er deildin samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og Hestamannafélagsins Geysir.
Meistaradeildin: Lið Líflands
Lífland tók fyrst þátt í deildinni í fyrra og komu, sáu og sigruðu. Liðsmenn liðsins eru velkunnir hestamenn sem búa yfir mikilli reynslu. Ný inn í liðið í ár er Hanna Rún Ingibergsdóttir en hún er þó deildinni ekki ókunn en var í liði Hrímnis/Export hesta fyrir tveimur árum. Aðrir liðsmenn eru þeir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Davíð Jónsson, Sigursteinn Sumarliðason og Jakob Svavar Sigurðsson.
Skemmtimót Spretts
Skemmtimót ársins verður haldið af ungu kynslóðinni í Spretti laugardaginn 26. janúar. Mótið er haldið af nemendum námskeiðsins Hestamennska sem er í umsjón Sigrúnar Sigurðardóttur og Þórdísar Önnu Gylfadóttur.
Folaldasýning í Söðulsholti
Folaldasýning verður haldin laugardaginn 26.janúar kl. 13 í Söðulsholti á Snæfellsnesi. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og gestir velja fallegasta folaldið. Hver skráning kostar 1.000 kr, hægt er að skrá hjá Einari í síma 8993314 eða hafa samband á einar@sodulsholt.is
Fóðurkynning hjá Equsana
Equsanafóðrið verður kynnt í Samskipahöllinni í Spretti n.k. laugardag 19.jan og þar verður það einnig til sölu frá kl.11-15.
Aðalfundur FT þann 6. febrúar
Aðalfundur FT og málþing um stöðu keppnismála verða miðvikudagskvöldið 6. febrúar í efri salnum í Reiðhöll Fáks í Víðidal.
Sýnikennsla með Jakobi Svavari í Spretti
Fimmtudagskvöldið 24.jan verður Jakob Svavar Sigurðsson með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti. Jakob mun fara yfir ýmsar áherslur sem hann leggur uppúr í þjálfun sinni á hestum. Hann mun mæta með 2 hross sem hann er með í þjálfun og sýna áhorfendum hvernig hann vinnur með þau hross.
Meistaradeildin: Knapaskipti í tveim liðum
Knapaskipti hafa orðið í tveimur liðum en tvær kjarnakonur hafa yfirgefið deildina. Þær Edda Rún Ragnarsdóttir í liði Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec og Agnes Hekla Árnadóttir í liði Torfhúss verða ekki með okkur í vetur en það er mikill eftirsjá að þeim. Í stað þeirra koma þeir Ólafur Andri Guðmundsson og Flosi Ólafsson.
Hilbar hnakkakynning hjá Spretti þann 19. janúar
Hilbar fyrirtækið verður með úrval af hnökknum til sýnis og prufu í Samskipahöllinni í Spretti þann 19. janúar kl 9 – 17. Mælt er með að fólk mæti með hesta sína og eigin hnakka ef áhugi er fyrir því að láta meta reiðtygin. Hilbar hnakkarnir eru með fjaðrastáltré og yrði það stillt inn fyrir hvern hest á staðnum til að tryggja bestu legu hnakksins.
Áhugamannadeild Spretts / Equsana deildin 2019
Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildin 2019, hefst 7 febrúar n.k. og þar með hefst fimmta keppnisárið í þessari frábæru mótaröð.
Aðalfundur HÍDÍ í kvöld, 10. janúar!
Aðalfundur Hestaíþróttadómarafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10 janúar kl 20:00 í Reiðhöll Fáks. n
Liðin í Suðurlandsdeildinni 2019
Nú styttist óðum í að Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum hefji göngu sína en hún verður nú haldin í þriðja skiptið. Fyrsta keppni er 22. janúar og þá verður keppt í fjórgangi. 11 lið eru skráð til leiks og eru bæði ný lið og nýir knapar sem gerir deildina ennþá meira spennandi!