Innlendar fréttir
KategorieLM: Roði frá Lyngholti upp í A-úrslit
B-úrslit í A-flokki gæðinga fóru fram núna rétt í þessu og fóru leikar svo að þeir Roði frá Lyngholti sigruðu með einkunnina 8,76. Næstir á eftir þeim voru þeir Óskahringur frá Miðási og Viðar Ingólfsson með einkunnina 8,72 og þriðju voru svo þeir Asi frá Reyrhaga og Guðmundur Björgvinsson með einkunnina 8,68.
LM: Kári og Þytur sigruðu B-úrslitin
Fyrr í dag fóru fram B-úrslit í unglingaflokki þar sem margir af okkar efnilegustu knöpum sýndu snilli sína. Úrslitin voru gríðarlega jöfn og spennandi, t.d. voru það ekki nema 4 kommur sem skildu að 1. og 5. sætið. Það fór þó svo eftir harða keppni að Kári Kristinsson sigraði úrslitin á hinum flugrúma Þyt frá Gegnishólaparti og verður gaman að sjá þá í A-úrslitunum.
Líflandsskutlan í verslun Líflands og Top Reiter!
Lífland býður upp á fríar ferðir með Líflandsskutlunni frá Landsmóti í verslunina á Lynghálsi og í verslun Top Reiter í Ögurhvarfi. Rútan er staðsett við gönguleiðina á milli markaðssvæðisins og kynbótabrautarinnar.
LM: Þrumufleygur áfram í A-úrslit
B-úrslit í B-flokki fóru fram í morgun í hæglætisveðri þar sem Þrumufleygur frá Álfhólum og Viðar Ingólfsson fóru með sigur af hólmi með 8.79. Litlu munaði á þeim næsta hesti, sem var Arna frá Skipaskaga og knapi hennar, Sigurður Sigurðarson en þau hlutu 8.78. Hnoss frá Kolsholti og Helgi Þór Guðjónsson, sem komu efst inn í B-úrslit urðu að láta sér 11. sæti lynda.
LM: Ragnar og Kamban magnaðir!
Ragnar Snær Viðarsson sýndi hvers hann er megnugur þegar hann sigraði B-úrslitin í barnaflokki fyrr í dag á hinum einstaka Kamban frá Húsavík. Þeir félagar áttu frábæra sýningu sem tryggði þeim 8,73 í einkunn og sæti í A-úrslitunum.
LM: Glúmur frá Dallandi sigraði í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri
Glúmur frá Dallandi gerði sér lítið fyrir og sigraði flokk stóðhesta 7 vetra og eldri á Landsmótinu í dag. Hlaut hann 8,80 fyrir kosti, 8,73 fyrir sköpulag og 8,77 í aðaleinkunn. Sýnandi Glúms var Halldór Guðjónsson. Næstir á eftir honum urðu svo tveir synir Kiljans frá Steinnesi, þeir Rauðskeggur frá Kjarnholtum 1 og Draupnir frá Stuðlum.
LM: Askja frá Efstu-Grund hæsta 4 vetra hryssan
Skýsdóttirin Askja frá Efstu-Grund var hástökkvari 4 vetra flokks hryssna í gær þegar hún hækkaði sig um rúmar 30 kommur á yfirliti og skaut sér í 1. sætið með 8.38 í aðaleinkunn og 8.55 fyrir hæfileika. Sigurrós frá Stuðlum, sem var efst fyrir yfirlit, endaði í 2. sæti með 8.31 í aðaleinkunn og 8.37 fyrir hæfileika. Þriðja var Sýn frá Hólum með 8.30 í aðaleinkunn og 8.14 fyrir hæfileika.