Innlendar fréttir
KategorieÁrblakkur frá Laugasteini sinnir hryssum á Stóra-Hofi
Árblakkur frá Laugasteini mun sinna hryssum á Stóra-Hofi í Rangárþingi það sem eftir er sumars. Árblakkur er einstaklega mjúkur, flinkur og jafnvígur alhliða gæðingur, með úrvals gott geðslag. Hann hefur hlotið hæðst 9,20 fyrir hæfileika, 8,28 fyrir sköpulag og aðaleinkunn 8,83
Framlengdur skráningarfrestur á Íslandsmót
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest á Íslandsmót til miðnættis fimmtudaginn 12. júlí. Hestamannafélagið Hörður mun halda punktamót þann 12. júlí fyrir þá sem vantar einkunn fyrir Íslandsmót. Að öðru leyti bendum við á áður birtar auglýsingar varðandi skráningu á Íslandsmót.
Punktamót Harðar – skráning til miðnættis í kvöld!
Vegna mikillar eftirspurnar hefur mótanefnd Harðar ákveðið að halda punktamót fyrir Íslandsmótið. Skráning á mótið er hafin inn á sportfeng og stendur til miðnættis miðvikudagsins 11.júlí. Mótið hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 12.júlí.
Trymbill, Kalsi og Sólon fara í hólf í Skagafirði í dag
Trymbill frá Stóra-Ási og synir hans, Kalsi og Sólon frá Þúfum taka á móti hryssum á Þúfum frá og með deginum í dag. Hægt er að bæta inn á þá.
Skráningu á Íslandsmót lýkur í kvöld
Minnum á að skráningu á Íslandsmót í hestaíþróttum stendur til miðnættis þriðjudaginn 10. júlí. Hestamannafélagið Sprettur heldur Íslandsmót í hestaíþróttum 18. – 22. júlí 2018 á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Að þessu sinni verður Íslandsmót fullorðinna og Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna haldið saman.
Aðalheiður Anna hlaut Reiðmennskuverðlaun Isibless!
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sópaði að sér verðlaunum á nýafstöðnu Landsmóti Hestamanna en hún hlaut einnig ný verðlaun, Isibless reiðmennskuverðlaunin. Eru þau veitt þeim knapa sem sýnir einstaka reiðmennsku og fáguð samskipti við hestinn. Er hún vel að þeim verðlaunum komin, enda Aðalheiður búin að uppskera einstaklega vel á Landsmótinu og sýna frábæra fagmennsku og færni.
LM: Bríet og Kolfinnur með stjörnusýningu
Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum stóðu sig feikna vel í A-úrslitum ungmenna fyrr í dag. Var sýning þeirra einstaklega jöfn og áferðarfalleg en góð reiðmennska og mikil afköst á gangi skiluðu þeim 8,83 í einkunn og fyrsta sætinu. Næstir á eftir þeim urðu svo sigurvegarar B-úrslitanna, þeir Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 með einkunnina 8,67.
Opið hús á Kjarri eftir Landsmót
Mánudaginn 9. júlí 2018 verður opið hús í hesthúsinu í Kjarri í Ölfusi frá kl. 13.00-18.00. Höfðinginn Stáli frá Kjarri verður á staðnum og nokkrar ræktunarhryssur með folöldum sínum. Einnig verða í hesthúsinu söluhross á ýmsum stigum. Heitt á könnunni, allir velkomnir!
LM: Hafsteinn og Teitur öruggir í A-flokknum
Síðasta atriði Landsmóts 2018 voru A-úrslit í A-flokki og voru þau ekki af verri endanum. Hafsteinn frá Vakursstöðum og Teitur Árnason mættu gríðarlega öruggir til leiks en þeir voru efstir inn í þessi úrslit og héldu þeir sæti sínu allt til enda, lokaeinkunn þeirra 9,09. Atlas frá Lýsuhóli og Jóhann Kristinn Ragnarsson voru næstir á eftir þeim með einkunnina 8,84.
LM: Guðný Dís og Roði sigurvegarar barnaflokks
Æsispennandi A-úrslitum í barnaflokki er nú lokið og fóru þau svo að Guðný Dís Jónsdóttir sigraði á hinum glæsilega Roða frá Margrétarhofi með einkunnina 8,88. Verðskuldaður sigur hjá þessu frábæra pari. Sigurður Steingrímsson var í öðru sæti á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með 8,82 og Ragnar Snær var þriðji á hinum margreynda Kamban frá Húsavík með einkunnina 8,81.
LM: Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga sigurvegarar unglingaflokks
Það var mjótt á mununum í A-úrslitum unglingaflokks í morgun. Benedikt Ólafsson á Biskup frá Ólafshaga og Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum voru jöfn með einkunnina 8,70 en Benedikt sigraði á aukastöfum. Júlía Kristín Pálsdóttir var svo í þriðja sæti á hinum flinka Kjarval frá Blönduósi með einkunnina 8,69.
LM: Árni og Ljúfur tóku töltið
Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi áttu stórkostlega sýningu í A-úrslitum tölts T1 fyrr í kvöld og sigruðu þeir félagar með einkunnina 9,17. Jakob Svavar og Júlía frá Hamarsey voru í öðru sæti með einkunnina 9,06 en úrslitin réðust á yfirferðinni þar sem þeir Ljúfur og Árni hlutu 9,5 en Jakob og Júlía 9,0 fyrir það atriði.