Innlendar fréttir
KategorieÍM2018: Teitur og Hafsteinn á toppnum
Forkeppni í fimmgangsgreinum fór fram í gær og standa leikar svo eftir forkeppni að Teitur Árnason og Hafsteinn frá Vakurstöðum leiða í meistaraflokki með einkunnina 7,47. Í ungmennaflokki er það Atli Freyr Maríönnuson sem leiðir á Létti frá Þjóðólfshaga með einkunnina 6,37 og í unglingaflokki er það Glódís Rún Sigurðardóttir á Elvu frá Miðsitju sem leiðir með einkunnina 6,50
ÍM2018: Glódís Líf og Magni leiða fjórgang í barnaflokki
Fjórgangur á Íslandsmóti fór fram í gær og eru mörg pör sem framarlega voru á Landsmóti að koma sterk til leiks. Nú er það fyrirkomulag á að halda sameiginlegt Íslandsmót þar sem bæði yngri flokkar og Meistaraflokkur ríða samhliða. Efst í barnaflokki eru Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum með 6.43 en þau enduðu í 4. sæti í barnaflokki á Landsmóti.
Bein útsending frá Íslandsmóti
Hestamannafélagið Sprettur og Oz í samstarfi við Arnar Bjarka Sigurðarson standa fyrir beinni útsendingu frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Víðidal í Reykjavík, dagana 18.-22 júlí. nFylgist með beinni útsendingu frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum á: www.oz.com/horsesn
Íslandsmót: Dagskrá og uppfærðir ráslistar
Einnig er hægt að skoða ráslistana í nýja appinu LH Kappi sem talar beint við Sportfeng mótakerfið. Appið er fáanlegt á bæði App Store og Play Store. Þar verður einnig hægt að fylgjast með framvindu mótsins. Við viljum benda keppendum á að dagskráin hefur tekið smávægilegum breytingu frá drögum. Fimikeppni færist til kl. 18 á miðvikudag og B-úrslit í tölti T1 hafa færst aðeins framar í dagskrá.
Kerckhaert myndband vikunnar: Bræður sem bjarga sér
Isibless.is barst ábending um stórkostlegt myndband af tveimur ungum bræðrum sem langaði mikið að skella sér á hestbak á gæðingunum sínum. Myndbandið er einstaklega skemmtilegt áhorfs en þar má sjá sjálfsbjargarviðleitni bræðranna og gæðingskosti og einstaka þolinmæði hestanna njóta sín.
Adrían frá Garðshorni á Þelamörk í Austur-Landeyjum
Adrían frá Garðshorni á Þelamörk tekur á móti hryssum í Austur-Landeyjum, nánar tiltekið að Kanastöðum, en hann stóð efstur 5 vetra stóðhesta á Landsmótinu með afar góðum og jöfnum kynbótadómi (8,63) og fylgdi þannig eftir frábærum 4ra vetra dómi frá í fyrra (8,42).
Keppnishestafaðirinn Grunur frá Oddhóli tekur við merum í Oddhóli
Grunur frá Oddhóli minnti heldur betur á sig á nýafstöðnu Landsmóti. Grunur sigraði sjálfur töltið á LM 2006 og hlaut hann síðan 1.v fyrir afkvæmi á LM 2016, hann hefur gefið marga frábæra gæðinga og keppnishross í fremstu röð.
NM2018: Lið Svía
Sænska meistaramótið stóð yfir dagana 10.-15. júlí og mættu margir frábærir hestar og knapar til leiks. Magnús Skúlason og hinn reyndi Hraunar frá Efri-Rauðalæk sigruðu fimmganginn með einkunnina 7,62 og Jamila Berg og Toppur frá Auðsholtshjáleigu sigruðu töltið með einkunnina 8,0 svo dæmi séu tekin. Að móti loknu var svo sænska landsliðið kynnt sem fer á Norðurlandamótið í Svíþjóð.
NM2018: Sterkt lið frá Norðmönnum
Norska meistaramótið fór fram dagana 12.-15. júlí og var keppnin feikna sterk. Til dæmis hlutu þau Thomas Larsen og Sýn frá Kálfsstöðum einkunnina 7,36 í A-úrslitum fimmgangs og Nils-Christian Larsen og Garpur fra Højgaarden hlutu einkunnina 8,67 í A-úrslitum í tölti. Að loknu mótinu var svo landslið Norðmanna sem keppir á Norðurlandamótinu í Svíþjóð kynnt.
NM2018: Danska landsliðið kynnt
Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið dagana 7.-12. ágúst á Margaretehof í Svíþjóð og eru línurnar farnar að skýrast í landsliðum þátttökuþjóðanna. Fyrsta landsliðið sem við kynnum hér á isibless.is er lið Dana en danska landsliðið var kynnt fyrr í kvöld, að loknu danska meistaramótinu sem fór fram í vikunni.
Líflandsfræðslan: Holdastigun íslenskra hrossa
Mikilvægt er fyrir hestamenn að huga vel að fóðrun hrossa sinna allt árið um kring, bæði þeirra sem eru á húsi og á útigangi. Við fóðrun hrossanna verður að taka tillit til holdafars, aldurs, þjálfunar, hvort um sé að ræða folaldsmeri, graðhest og fleiri þætti sem máli skipta.
Drög að dagskrá Íslandsmóts
Drög að dagskrá íslandsmóts liggja fyrir. Forkeppni mótsins verður haldin á tveimur völlum, Hvammsvelli (fyrir neðan reiðhöllina) og Brekkuvelli (við stóra völlinn). Á Hvammsvelli fer fram forkeppni í ungmennaflokki og fullorðinsflokki auk úrslita í öllum flokkum. Á Brekkuvelli fer fram forkeppni í barna- og unglingaflokki. Fimikeppni fer fram í reiðhöllinni.