Innlendar fréttir
KategorieRáslistar – Opið gæðingamót Landstólpa, Smára, Loga og Trausta
Opið gæðingamót Landstólpa verður haldið á Flúðum um helgina og hefst laugardaginn 28. júlí. Meðfylgjandi eru ráslistar mótsins.
Dagskrá á Áhugamannamóti Íslands
Áhugamannamót Íslands 2018 og Stracta hotels fer fram á Rangárbökkum við Hellu núna um helgina 28-29 júlí. Ráslistar munu birtast fljótlega.
Áhugamannamót Íslands: Ráslistar
Áhugamannamót Íslands fer fram um helgina á Gaddstaðaflötum á Hellu. Mótið hefs á laugardaginn 28.júlí kl 10:00. Ráslistarnir eru birtir með fyrirvara um mannleg misstök.
,,Markmiðin þurfa að vera skýr’’ – Viðtal við Bríeti, landsmótssigurvegara í ungmennaflokki
Bríet Guðmundsdóttir er ein af þeim efnilegu ungu knöpum sem vöktu athygli á nýliðnu Landsmóti er hún sigraði ungmennaflokk á hesti sínum Kolfinn frá Efri-Gegnishólum. Þar sýndu knapi og hestur hvað gott samspil, jákvætt hugarfar og góður undirbúningur eru gríðarlega mikilvægir þættir til árangurs. Isibless sló á þráðinn til Bríetar og skyggndist inn í líf þessarar bráðefnilegu ungu hestakonu.
NM2018: Feiknalega sterkt landslið Íslands
Í dag var landslið Íslands kynnt sem keppir á Norðurlandamótinu á Margaretehof í Svíþjóð dagana 7.-12. ágúst. Liðið er gríðarlega sterkt í öllum flokkum og öllum greinum og er það greinilegt að Íslendingar ætla sér stóra hluti á mótinu í ár.
NM2018: Finnska landsliðið
Áfram höldum við kynningu okkar á landsliðum þátttökuþjóða á Norðurlandamótinu sem fram fer dagana 7.-12. ágúst næstkomandi á Margaretehof í Svíþjóð. Næsta landslið sem við kynnum er lið Finna en þeir mæta til leiks með virkilega spennandi knapa og hesta í ár.
Íslandsmót 2018: Úrslit laugardagsins
Í gær fóru fram B-úrslit í öllum flokkum á Íslandsmóti og einnig var keppt í gæðingaskeiði og 100m skeiði. nHér koma niðurstöður B-úrslitanna enn vegna tæknilegra örðuleika þá getum við ekki birt úrslit skeiðgreina og tölti T2 unglingaflokki eins og er.
Íslandsmót 2018: Helstu úrslit dagsins
Síðasti dagur Íslandsmóts í hestaíþróttum yngri og eldri flokka sem fram fór fram í Víðidal í Reykjavík var viðburðaríkur. Keppt var í A-úrslitum í öllum greinum yngri og eldri flokka auk þess sem keppt var í skeiði 150m og 250m. Fjölmargir Íslandsmeistarar voru krýndir og hér má sjá lista yfir þá alla. Heildarúrslit sunnudagsins verða svo birt um leið og þau berast.
Hrafn frá Efri-Rauðalæk á löngu gangmáli í Landsveit
Hrafn frá Efri – Rauðalæk tekur á móti hryssum í girðingu að Skarði í Landssveit á Suðurlandi í einu löngu gangmáli. Hrafn hefur hlotið góðan kynbótadóm, 8,84 í aðaleinkunn.
Íslandsmót 2018: Siggi Matt vann tvöfalt, Konráð og Kjarkur sigruðu 250 metrana
Skeiðgreinar á Íslandsmótinu í ár voru sterkar í öllum flokkum. Sigurður Vignir og Léttir frá Eiríksstöðum sigruðu bæði gæðingaskeiðið og 150m skeiðið en Konráð Valur og Kjarkur sigruðu 250m skeiðið. Hákon Dan og Messa sigruðu gæðingaskeið unglinga en í gæðingaskeiði ungmenna voru það Þorgils Kári og Gjóska frá Kolsholti 3 sem sigruðu. Heildarniðurstöður þessara greina má sjá hér:
Íslandsmót 2018: Niðurstöður 100m skeiðs og B-úrslita tölt T2
Í 100m skeiðinu náðust góðir tíma, Konráð Valur og Kjarkur sigruðu fullorðinsflokkinn á tímanum 7,42 sekúndur, í unglingaflokki var það Þorgeir Ólafsson og Ögrunn sem höfðu vinninginn á tímanum 7,82 sekúndur og í unglingaflokki voru það þeir Eysteinn Tjörvi og Viljar sem sigruðu á tímanum 7,80 sekúndur. Það var svo Júlía Kristín Pálsdóttir á Miðli sem sigraði B-úrslit í tölti T2 unglinga
Íslandsmót 2018: Mikil spenna í töltinu
Forkeppni í tölti T1 og tölti T2 fór fram í gær á Íslandsmóti fullorðinna og yngri flokka. Jakob Svavar leiðir tölt T1 opinn flokk á Júlíu frá Hamarsey með einkunnina 8,97 en Landsmótssigurvegararnir Árni Björn og Ljúfur frá Torfunesi eru ekki langt undan með 8,77. Í tölti T2 opnum flokki er það Aðalheiður Anna sem leiðir á Óskari frá Breiðstöðum með einkunnina 8,0. Hér má sjá allar niðurstöður: