Innlendar fréttir
KategorieLokaskráningardagur á kynbótasýningar í dag
Í dag, 10. ágúst er síðasti skráningardagurinn á síðsumars kynbótasýningar. Boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 20. til 24. ágúst. Sýningar verða á Gaddstaðaflötum við Hellu, Hólum í Hjaltadal og í Borgarnesi ef næg þátttaka verður.
NM 2018: Fyrsti Norðurlandatitill Íslands í höfn
Norðurlandamótið er nú í fullum gangi í Svíþjóð og kom fyrsti titill Íslands í gær þegar Védís Huld Sigurðardóttir og Krapi frá Fremri-Gufudal sigruðu gæðingaskeið unglinga. Ungu kynslóðinni okkar gekk vel í greininni en Egill Már Þórsson og Dofri frá Steinnesi urðu í 4. sæti í gæðingaskeiði ungmenna og Askja Isabel og Sjór frá Ármóti í 5. sæti í gæðingaskeiði unglinga.
Dagskrá og ráslisti Gæðingamóts Geysis 2018
Gæðingamót Geysis verður haldið um helgina 11-12. ágúst. Knapar athugið, þar sem um blandaðan ráslista í A- og B-flokki þá er þetta hér réttur ráslisti en ekki sá sem er í appinu. Ráslisti og dagskrá er birt með fyrirvara um mannleg mistök.
NM 2018: Julie Christiansen og Stormur frá Hemlu efst í tölti T2
Forkeppni í tölti T2 fór fram á Norðurlandamótinu í gær. Efst eftir forkeppni í T2 meistara er Julie Christiansen á Storm frá Hemlu með einkunnina 8,37. Næstur á eftir henni er eini Íslendingurinn sem náði í A-úrslit í þessari grein, Reynir Örn Pálmason á Spóa frá Litlu-Brekku með einkunnina 7,73
NM 2018: Stina og Finnbogi efst í fjórgangi
Forkeppni í fjórgangi fór fram í gær á Norðurlandamótinu sem fram fer á Margaretehof í Svíþjóð. Stina Larsen og Finnbogi frá Minni-Reykjum eru efst eftir forkeppni fullorðinna með einkunnina 7,63. Arnór Dán Kristinsson gerði virkilega vel á Roða frá Garði í fjórgangi ungmenna og er hann í 1.-2. sæti jafn Kristine Jørgensen á Tý frá Þverá, hlutu þau bæði 6,87 í einkunn.
Áhugamannadeild Spretts 2019 – umsóknir um ný lið
Undirbúningur er hafinn fyrir fimmta keppnisárið í Áhugamannadeild Spretts. Síðastliðin keppnisár hafa heppnast mjög vel og erum við Sprettarar gífurlega þakklát keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hafa komið að uppbyggingu deildarinnar. Equsana verður aðal styrktaraðili deildarinnar árið 2019.
Opið gæðingamót Geysis – skráningu lýkur í kvöld
Skráning er í fullum gangi á opið Gæðingamót Geysis sem fram fer um helgina 10-12.ágúst. Keppt er í öllum flokkum gæðingakeppninar og svo verða líka kappreiðar 250m, 150m og 100m skeið. Einnig verður boðið uppá áhugamannaflokka í A- og B-flokki.
NM 2018: Vignir og Viking efstir eftir forkeppni fimmgangs
Forkeppni í sterkum fimmgangi er nú lokið á Norðurlandamótinu í öllum flokkum. Svíar og Danir byrja mótið vel en Svíar eiga efstu tvo knapana í fullorðinsflokki, þá Vigni Jonasson á Viking från Österåker og Caspar Hegardt á Odda från Skeppargården en þeir hlutu báðir 7,53 í einkunn. Danir eiga svo næstu þrjá knapa í A-úrslitum.
Geysir heldur 3 mót í ágúst
Hestamannafélgið Geysir mun hafa nóg að gera núna í ágústmánuði hvað varðar mótahald, en það munu fara fram 3 mót á Rangárbökkum við Hellu núna í ágúst. Fyrst ber að nefna Gæðingamót Geysis sem haldið verður helgina 10-12 ágúst og keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, A- og B-flokki gæðinga ásamt 250m, 150m og 100m skeiði. Skráningu lýkur þriðjudaginn 7.ágúst.n
Niðurstöður frá Áhugamannamóti Íslands
Áhugamannamót Íslands fór fram á Hellu um helgina og var vel að verki staðið við framkvæmd mótsins. Þátttakendur mótsins voru virkilega vel ríðandi og sáust fagmannlegar sýningar í öllum flokkum og greinum. Meðfylgjandi eru öll úrslit mótsins.
Niðurstöður opna gæðingamóts Landstólpa, Smára, Loga og Trausta
Um helgina fór fram opna gæðingamót Landstólpa, Smára, Loga og Trausta. Katalína frá Hafnarfirði og Sólon Morthens sigraði A-flokkinn, Sæþór frá Stafholti og Snorri Dal sigraði B-flokkinn og Matthías Leó og Taktur frá Vakurstöðum sigraði töltið. Heildarúrslit mótsins eru eftirfarandi:
Áhugamannamót Íslands: Niðurstöður dagsins
Forkeppni í öllum greinum á áhugamannamóts Íslands fór fram í dag. Var spennan mikil og stefnir í virkilega sterk úrslit í öllum greinum á morgun, sunnudag.