Innlendar fréttir
KategorieSuðurlandsmót WR 24-26.ágúst
Einn styrkleikaflokkur margar greinar. Skráning er í fullum gangi og lýkur þriðjudaginn 21.jágúst. Skráninginn fer fram á sportfeng.com.
Suðurlandsmót Yngri flokka 2018 – Niðurstöður úr forkeppni
Hér eru niðurstöður úr forkeppni af Suðurlandsmóti Yngri flokka 2018. Einnig má finna allar niðurstöður í LH-appinu. Dagskrá hefst á morgun, sunnudag kl 10:00 á A-úrslitum.
Líflandsfræðslan: Hófsperra
Hófsperra er nokkuð algengur sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef ekkert er að gert. Sjúkdómurinn orsakast að mestu leyti af offitu og hreyfingarleysi, þar sem snöggar fóðurbreytingar geta hrint einkennum hófsperru af stað. Alvarlega hófsperru getur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að meðhöndla.
Meistaradeildin auglýsir eftir liðum
Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar 2019.
Suðurlandsmót yngri flokka – Dagskrá og ráslistar
Dagskrá og niðurstöður mun vera hægt að finna í LH Kappa appinu og heildarniðurstöður munu einnig verða sendar á netmiðla. Dagskrá er birt með fyrirvara um mannleg mistök. Ef einhverjar athugasemdir eru við ráslista er hægt að hafa samband í síma 867-7460.
NM 2018: Árangur Íslendinga til fyrirmyndar
Íslensku liðsmennirnir létu ekki á sér standa seinasta úrslitadaginn á Norðurlandamóti og lönduðu fimm gullum þann daginn og ekki hefði það geta verið mikið tæpara að ná sjötta og sjöunda gullinu í hús en þar munaði aðeins 0,03 á fyrsta og öðru sæti. Það voru úrslitin í B- flokki þar sem Sigurður Óli Kristinsson hlaut silfrið og A-flokki þar sem Sigurður V. Matthíasson hlaut silfrið.
NM 2018: Arnór Dan og Roði frá Garði Norðurlandameistarar í tölti ungmenna
Íslenska landsliðinu gekk nokkuð vel í töltgreinum á Norðurlandamótinu, en Arnór Dan Kristinsson og Roði frá Garði unnu gull í tölti ungmenna. Haukur Tryggvason og Orka frá Feti voru einnig hársbreidd frá því að vinna gullið í tölti fullorðinna, en silfrið varð þeirra eftir sætaröðun frá dómurum við Stinu Larsen og Finnaboga frá Minni-Reykjum.
NM 2018: Íslendingar safna silfrum
Ísland hlaut eitt gull, þrjú silfur og eitt brons í gæðingaflokkum og 250m skeiði sem riðið var seinnipart laugardags á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Védís Huld heldur áfram að safna rósum í hnappagat sitt og Krapa frá Fremri-Gufudals, en þau sigruðu 250m skeiðið í unglingaflokki og náðu þar með þriðja gullinu sínu.
Gæðingamót Geysis: Helga Una efst í bæði A- og B-flokki
Gæðingamót Geysis hófst í gær, laugardag og var riðin forkeppni í öllum flokkum, ásamt skeiðgreinum. Helga Una Björnsdóttir er með tvö efstu hrossin í B-flokki, þær Flikku frá Höfðabakka og Sóllilju frá Hamarsey og einnig með efsta hrossið í A-flokki, hana Álfrúnu frá Egilstaðakoti. Í dag verða riðin úrslit í öllum flokkum og 100m skeið.
NM 2018: Íslendingar að gera það gott í gæðingakeppnisgreinum
B-úrslit voru riðin í flestum greinum á Norðurlandamóti í gær, en Íslendingar stóðu sig einkar vel í gæðingakeppnisgreinunum. Í fimmgangi fullorðinna var ansi mjótt á munum og í fjórgangi ungmenna tryggði Katla Sif Snorradóttir sig inn í A-úrslitin.
NM 2018: Védís Huld og Krapi með tvennu
Unga kynslóðin okkar Íslendinga eru að standa sig mjög vel á Norðurlandamótinu en Védís Huld og Krapi frá Fremri-Gufudal gerðu sér lítið fyrir og sigruðu einnig fimmgang unglinga í dag. Þau eru því tvöfaldir Norðurlandameistarar, í fimmgangi og gæðingaskeiði. Askja Isabel og Sjór frá Ármóti enduðu í 4.-5. sæti í flokknum.
Suðurlandsmót yngri flokka
Suðurlandsmót yngri flokka verður haldið helgina 17-19. ágúst 2018 á Rangárbökkum við Hellu. Mótið er eitt af stærstu og sterkustu íþróttamótum sumarsins.