Innlendar fréttir
KategorieMeistaradeildin: Ráslisti fyrir fjórganginn
Fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum hefst á fimmtudaginn með keppni í fjórgangi. Ráslistinn er klár en fyrstur í braut er Þórarinn Ragnarsson á Spunasyninum, Leik frá Vesturkoti. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Jakob Svavar Sigurðsson mætir með annan hest, Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og verður spennandi að sjá hvað þeir gera.
Meistaradeildin: Lið Top Reiter
Top Reiter liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árið 2012, 2013, 2014 og 2017. Top Reiter liðið er nokkuð breytt frá því í fyrra, Teitur Árnason, Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson eru enn í liðinu en með þeim í vetur verða þau Eyrún Ýr Pálsdóttir og Konráð Valur Sveinsson. Bæði hafa þau áður verið í deildinni og gert góða hluti.
Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á RÚV 2 í vetur
Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefur gengið frá samningi við íþróttadeild RÚV um beinar útsendingar frá mótum deildarinnar í vetur. Fyrsta útsending verður nk. fimmtudag, 31. janúar þegar sýnt verður frá keppni í fjórgangi sem fram fer í Samskipahöllinni í Kópavogi.
Ásbjörn Ólafsson styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum
Fjölskyldufyrirtækið Ásbjörn Ólafsson hefur verið dyggur stuðningsaðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum undan farin ár og skemmtilegt að segja frá því að á sjálfan bóndadaginn skrifaði formaður landsliðsnefndar og Ásta Friðrika Björnsdóttir sviðstjóri ÁÓ undir áframhaldandi samstarfssamning til ársins 2022.
Meistaradeildin: Lið Auðsholtshjáleigu
Lið Auðsholtshjáleigu hefur verið með í deildinni frá árinu 2010 en það sigraði liðakeppnina í fyrsta skiptið árið 2016. Fyrstu tvö árin var það eingöngu skipað konum en nú er það blandað. Ásmundur Ernir Snorrason er liðstjóri en aðrir liðsfélagar eru Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Erla Gunnarsdóttir, Janus Eiríksson og Bjarni Bjarnason.
Meistaradeildin: Lið Torfhús
Torfhús er nýtt lið í deildinni en liðstjóri er Sigurbjörn Bárðason og aðrir meðlimir eru Arnar Bjarki Sigurðsson, Hanne Smidesang, John Kristinn Sigurjónsson og Flosi Ólafsson. Arnar og Flosi eru báðir að keppa í fyrsta sinn í deildinni svo það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í vetur.
Meistaradeildin: Lið Ganghesta / Margrétarhofs
Lið Ganghesta/Margrétarhofs hefur tekið þátt í deildinni undir þessu nafni frá árinu 2015 en Ganghestar voru með lið áður með Málningu. Liðið er nánast óbreytt frá því í fyrra en Ólafur Andri Guðmundsson bústjóri á Feti er kominn í liðið í staðin fyrir Eddu Rún Ragnarsdóttur. Ólafur Andri er að koma aftur inn í deildina en hann var fyrir tveimur árum í liði Hrímnis/Export hesta.
Komdu með á HM með Vita Sport
Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín 4. til 11. ágúst 2019. Ferðaskrifstofan VITA, í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga, býður upp á pakkaferðir til Berlínar á Heimsmeistarmót íslenska hestsins.
Meistaradeildin: Lið Hestvits / Árbakka / Sumarliðabæs
Lið Hestvit / Árbakka / Sumarliðabæ er að mestu óbreytt frá því í fyrra en Jóhanna Margrét Snorradóttir hefur komið í stað Ragnars Tómassonar. Aðrir liðsmenn eru heiðurshjónin Hinrik Bragason (liðstjóri) og Hulda Gústafsdóttir, sonur þeirra Gústaf Ásgeir og Ólafur Brynjar Ásgeirsson, bústjóri á Sumarliðabæ.
Púlsinn – Fagsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 2019
Hrossaræktarsamtök Suðurlands verða með viðburð laugardaginn 23.febrúar 2019 á sínum vegum í Ölfushöllinni. Stefnt er að þessi viðburður verði árlegur og kallist Púlsinn. Þann dag verður eitt og annað áhugavert í boði sem tengist ræktun íslenska hestsins s.s. sýnikennsla, stóðhestakynning og áhersluraddir ræktunarinnar.
Suðurlandsdeildin: Úrslit fjórgangs
Það var frábær mæting í Rangárhöllina á fyrsta keppniskvöld ársins í Suðurlandsdeildinni, þegar keppt var í fjórgangi. Hulda Gústafsdóttir á Sesari frá Lönguskák stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki atvinnumanna en hún keppir fyrir lið Heimahaga og Svenja Kohl og Polka frá Tvennu stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki áhugamanna en hún keppir fyrir lið Austurás/Sólvangs.
Meistaradeildin: Lið Hrímnis / Export hesta
Þetta er níunda árið sem liðið Hrímnir / Export hestar taka þátt í deildinni en það endaði í öðru sæti í liðakeppninni í fyrra einungis 5 stigum á eftir liði Líflands.