Horses of Iceland með margt á döfinni
Markaðsverkefnið Horses of Iceland hefur nú verið í gangi frá árinu 2015 en tilgangur þess er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Margt hefur verið í gangi að undanförnu á vegum verkefnisins og einnig eru fjölmargir viðburðir framundan.
Laufskálaréttarsýning 2018
Hefð hefur myndast fyrir því að halda svokallaða Laufskálaréttarsýningu föstudaginn fyrir Laufskálaréttir, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og verður engin breyting þar á í ár!
Opna Skemmtimót Hrímnis á Hólum á morgun, fimmtudag!
Opna Skemmtimót Hrímnis verður haldið í Þráarhöllinni að Hólum í Hjaltadal á morgun, fimmtudaginn 27. september og hefst kl 18.00. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 23.00 í kvöld!
Ný lið í Áhugamannadeild Spretts 2019
Á árlegu Metamóti Spretts sem haldið var í byrjun september var dregið út um þau lið sem komast í Áhugamannadeild Spretts 2019. Í ár voru þrjú sæti laus og um þau sæti sóttu fjögur lið. Þau lið sem dregin voru út og hljóta keppnisrétt fyrir 2019 eru:
Nýjar niðurstöður vekja upp vonir í baráttunni gegn sumarexemi
Bóluefni gegn sumarexemi gæti verið í uppsiglingu. Tilraunir með bóluefnið sýndu fram á fyrstu árangursríku ónæmismeðferðina gegn þessum þráláta sjúkdómi. Sumarexem er árstíðbundinn ofnæmissjúkdómur sem er einkar algengur í útfluttum íslenskum hrossum. Honum fylgja mikil óþægindi og kláði fyrir hrossið, með þeim afleiðingum að djúp sár geta myndast og bakteríusýking komið í kjölfarið.
Kennsla í Knapamerkjum 1 og 2 hjá Spretti
Hestamannafélagið Sprettur hefur í samstarfi við hestamannafélagið Fák ákveðið að bjóða uppá verklega kennslu í knapamerkjum 1&2 nú í haust. Námskeiðið er öllum opið.
Meistaradeildin: Nýtt lið og nýjir knapar
Liðaskipan er klár fyrir Meistaradeildina í hestaíþróttum árið 2019. Nýtt lið kemur inn í stað lið Oddhóls / Þjóðólfshaga / Efsta-Sel en knapar þar eru þau Agnes Hekla Árnadóttir, Arnar Bjarki Sigurðsson, Hanne Smidesang, John K. Sigurjónsson og Sigurbjörn Bárðarson. Allir knaparnir nema Arnar Bjarki voru í deildinni í fyrra.
Framboð til sambandsstjórnar LH
61. Landsþing Landssamband hestamannafélaga verður haldið á Akureyri dagana 12. – 14. október 2018. Kjörnefnd LH vekur athygli á að þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 28. september.
Uppskeruhátíð hestamanna
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardaginn 27.október í Gullhömrum Grafarholti. Að venju verða knapar ársins verðlaunaðir, heiðursverðlaun LH veitt og ræktunarbú keppnishesta kynnt og verðlaunað. Félag hrossabænda kynnir og verðlaunar svo ræktunarbú ársins og veitir heiðursviðurkenningu FHB.
Líflandsfræðslan: Reining, hvað er það?
Reining er keppnisgrein í vestrænni (e. western) reiðmennsku þar sem hestur og knapi sýna fram á hæfni sem einkennir smalahest, en keppnin fer fram innan reiðvallar. Þar sýnir parið ákveðnar æfingar sem svipar til þeirra hreyfinga sem hesturinn framkvæmir þegar hann er notaður til að smala nautgripum.
Kerckheart myndbandið: Ungur nemur, ”eldri” temur
Það er fátt verðmætara en þau hross sem maður treystir fyrir börnunum sínum. Það má segja að stóðhesturinn Hágangur frá Narfastöðum sé á sérstökum stalli hvað varðar geðprýði en vinátta hans og eiganda hans, Ingunnar Ingólfsdóttur er sannarlega einstök. Hafa þau fylgst að frá því þau voru bæði á unga aldri, svo þau hafa fengið að vaxa og þroskast saman.
Suðurlandsdeildin 2019 – undirbúningur hafinn!
Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum hefur nú farið fram tvisvar sinnum og svo sannarlega hleypt lífi í alla hestamennsku á svæðinu. Nú er undirbúningur fyrir þriðja keppnistímabil Suðurlandsdeildarinnar kominn á gott skrið. Stjórnin hefur hisst og ákveðið hefur verið að gera breytingar á skilgreiningum atvinnumanns og áhugamanns sem og bæta við keppnisgrein.