Tólf bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2018
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 49 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is.
Líflandsfræðslan: ,,Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá”
Komin eru 87 ár síðan Theódór Arnbjörnsson gaf út tímamótaverkið Hestar árið 1931, sem var fyrsta samfellda fræðsluefnið sem gefið var út á íslensku um íslenska hestinn og reiðmennsku. Theódór markaði djúp spor í hrossaræktinni en að auki var hann afar ritfær maður og vildi mennta fólk með skrifum sínum.
Lárus Ástmar endurkjörinn sem formaður LH
Landsþingi LH er lokið í Giljaskóla á Akureyri. Þingsstörf gengu vel fyrir sig í dag og í lok fundar voru kosningar. Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður sambandsins og mikið af nýju fólki kom inn í bæði aðal- og varastjórn.
Sölusýning Félags Hrossabænda á Norðurlandi
Þann 2. nóvember kl 17:00 efnir Félag Hrossabænda til sölusýningar í Svaðastaðahöllinni. Seinasta sölusýning sem haldin var í Spretti mættu u.þ.b.100 hross, 500 manns sátu í stúkunni og mörg þúsund fylgdust með í beinni útsendingu. Markmiðið er að búa til markaðsglugga og auðvelda fólki að koma hestum sínum á framfæri.
Hrossaræktin 2018 – Ráðstefna
Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 27. október og byrjar klukkan 13:00. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru: afar áhugaverður fyrirlestur um nýtt kynbótamat í hrossarækt, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.
Líflandsfræðslan: Brautryðjandinn Theódór Arnbjörnsson
Theódór var fyrsti hrossaræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands og sinnti því starfi á árunum 1920-1939. Hann var mikill brautryðjandi fyrir íslenska hrossarækt og lagði grunninn að þeirri mikilvægu atvinnugrein sem við þekkjum í dag. Jafnframt var hann ötull talsmaður bætts aðbúnaðs og tamningu á hestinum, þar sem hann reyndi að leiðbeina hestamönnum í viðleitni þeirra að bæta þekkingu sína.
Haustútsala Líflands og Top Reiter í fullum gangi!
Nú er haustútsala Líflands og Top Reiter í fullum gangi og stendur til 13. október. Kíkið við og gerið frábær kaup fyrir veturinn í verslunum í Reykjavík, Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri og Hvolsvelli. Verið er að rýma fyrir nýjum haustsendingum af fatnaði og frábærir afslættir af eldri vörum!
Djörfung frá Ketilsstöðum hæst heiðursverðlaunahryssna 2018
Nú liggur fyrir nýtt kynbótamat eftir sýningarárið inn á Worldfeng og komið er í ljós hvaða hryssur munu koma til með að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, en eigendur þeirra taka við viðurkenningum á árlegri hrossaræktarráðstefnu fagráðs í hrossarækt sem haldin verður þann 27. október nk. Eru það fimm hryssur að þessu sinni sem taka við heiðursverðlaunum.
Myndir frá Landsmóti!
Ljósmyndari á vegum Isibless var til staðar á Landsmóti hestamanna nú í sumar og tók myndir af öllum kynbótahrossum á yfirliti og í úrslitum allra keppnisflokka. Einnig var ljósmyndari á vorsýningunum á Gaddstaðaflötum við Hellu. Einnig eru til myndir af öðrum stærri mótum og sýningum fyrri ára, svo endilega athugið hvort þitt hross leynist þar á meðal.
Sölusýning Félags Hrossabænda
Þann 26. október kl 17:00 efnir Félag Hrossabænda til sölusýningar í Samskipahöllinni. Seinasta sölusýning sem haldin var í Spretti mættu u.þ.b.100 hross, 500 manns sátu í stúkunni og mörg þúsund fylgdust með í beinni útsendingu. Markmiðið er að búa til markaðsglugga og auðvelda fólki að koma hestum sínum á framfæri.
Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardaginn 27.október í Gullhömrum Grafarholti. Miðasala á verður 3. október og 10. október milli 16:00 og 19:00 á skrifstofu LH Íþróttamiðstöðinni Laugardal Engjavegi 6. Miðasala er einnig á netfanginu uppskera2018@gmail.com
Horses of Iceland með margt á döfinni
Markaðsverkefnið Horses of Iceland hefur nú verið í gangi frá árinu 2015 en tilgangur þess er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Margt hefur verið í gangi að undanförnu á vegum verkefnisins og einnig eru fjölmargir viðburðir framundan.