,,Er búinn að svala mestu ævintýraþránni”
Hermann Árnason hlaut heiðursverðlaun LH á Uppskeruhátíð hestamanna fyrir magnað ferðalag sitt um Ísland. Hermann reið í stjörnu yfir Ísland í sumar en nú hefur hann riðið þvert yfir landið í ýmsar áttir. Hann notaðist að mestu við þekktar reiðleiðir og hópurinn reið um 50 km á dag að meðaltali. Hestarnir eru þjálfaðir sérstaklega til langferða og fóðrið var einnig sérvalið.
Folaldasýning að Skálakoti 3. nóvember
Haldin verður folaldasýning að Skálakoti laugardaginn 3. nóvember og hefst hún kl 13:00. Hægt verður að skrá fram að sýningu í síma 866-4891 eða á netfangið info@skalakot.is
Árni Björn knapi ársins og Gangmyllan tvöfalt ræktunarbú ársins
Uppskeruhátíð hestamanna fór fram í kvöld í kjölfar hrossaræktarráðstefnunnar sem haldin var fyrr í dag, þar sem afhent voru verðlaun fyrir árangur ársins. Árni Björn Pálsson og Gangmyllan (Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir) unnu tvöfaldan sigur í kvöld, en Árni Björn hlaut viðurkenningu fyrir bæði kynbótaknapa og knapa ársins. Gangmyllan varð svo valið bæði ræktunarbú ársins, sem og keppnishestabú á
Minnum á Hrossaræktarráðstefnuna á morgun, laugardag!
Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 27. október og byrjar klukkan 13:00. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru: afar áhugaverður fyrirlestur um nýtt kynbótamat í hrossarækt, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.
Horses of Iceland – Fundir með samstarfsaðilum framundan
Markaðsverkefnið Horses of Iceland, sem hófst árið 2015 með stefnumótun og gerð markaðsáætlunar til að kynna íslenska hestinn, hefur dafnað og vaxið. Alls taka 65 aðilar þátt í verkefninu sem stjórnvöld hafa stutt dyggilega við, en verkefnið er til komið vegna frumkvæðis frá Félagi hrossabænda, Landssambandi hestamannafélaga og FEIF.
Skráningu á sölusýningu í Spretti lýkur á miðnætti á morgun
Félag Hrossabænda minnir á að skráningarfrestur á Sölusýninguna þann 26. október næstkomandi er á morgun, miðvikudag 24. október. Sýningin er á dagskrá næsta föstudag kl 17:00.
Horses of Iceland á afmælishátíð íslenska hestsins í Danmörku
Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn og Íslandsstofa , undir merkjum Horses of Iceland, taka þátt í 50 ára afmælishátíð Íslandshestasamtakanna í Danmörku sunnudaginn 21.október nk. Hátíðin er liður í dagskrá sendiráðsins í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands.
Kerckheart myndbandið: Tíðarandinn á Landsmóti 1966
Það er alltaf gaman að rifja upp gamla tíma, bæði til skemmtunar og glöggvunar á hversu mikil þróunin hefur verið. Kerckheart myndbandið að þessu sinni er stikla frá Ríkissjónvarpinu af fimmta landsmóti hestamanna, sem haldið var árið 1966 að Hólum í Hjaltadal. Þá var sú hefð að halda landsmót fjórða hvert ár.
Tilnefningar til knapa ársins
Á uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum þann 27. október næstkomandi munu afreksknapar hljóta verðlaun fyrir árangur sinn. Hér má sjá tilnefningar valnefndar um knapaval fyrir árið 2018. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi á skrifstofu LH, en lokadagur miðasölu verður mánudaginn 22. október!
Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg laugardaginn 27.október í Gullhömrum Grafarholti. Miðasala er á skrifstofu LH milli 10:00 og 16:00 virka daga á skrifstofu LH Íþróttamiðstöðinni Laugardal Engjavegi 6, önnur hæð. 104 Reykjavík
Vilt þú taka þátt í Suðurlandsdeildinni?
Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum! Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum hefur nú farið fram tvisvar sinnum og svo sannarlega hleypt lífi í alla hestamennsku á svæðinu.
Elmia Icelandic Power Show haldin í Svíþjóð
Elmia Icelandic Power Show fór fram í Jönköping í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Komu þar fram úrvals hestar og knapar á mjög vel skipulögðu innanhúsmóti. Er mótið haldið samhliða sýningunni Elma Scandinavian Horse Show, sem sameinar þrenns konar hestaíþróttir undir einu þaki.