Black Friday helgi í verslunum Líflands og Top Reiter!
Það er ekki einungis Svartur Föstudagur í verslunum Líflands og Top Reiter heldur heil helgi þar sem hestamenn geta gert kostakaup í öllum verslunum á landinu og einnig í vefverslun. Tilboðin standa frá og með deginum í dag fram á mánudag, þann 26. nóvember, sem gjarnan er kallaður Cyber Monday. Allt að 50{9aeeeda557abe44de3fb85b41073e0526143a50e91d308534e92b8141b03f4f5} afsláttur af völdum vörum!
Skötuveisla á Hellu á morgun, 23. nóv
Föstudaginn 23. nóvember n.k. verður þjóðleg Skötuveisla í Íþróttahúsinu á Hellu og hefst kl. 20:00. Allur hagnaður rennur til uppbyggingar á félagssvæði hestamanna á Rangárbökkum og undirbúnings Landsmóts hestamanna á Hellu 2020.
LM2020: Vel heppnaður undirbúningsfundur
Frábær undirbúningsfundur var haldinn í gærkvöldi fyrir Landsmót hestamanna 2020. Um 30 manns komu saman á Stracta Hótel á Hellu til þess að ræða fyrirkomulag og hugmyndir vegna Landsmóts hestamanna 2020. Mikill einhugur og jákvæðni er í loftinu. Við erum að fara halda fjölmennt, fjölbreytt, öflugt og öðruvísi mót. Fjölmennustu mótin á þessari öld hafa verið haldin á Hellu og ætlum við að sjálfsög
Vilt þú starfa í nefnd hjá LH?
Á næstunni mun stjórn Landssambands hestamannafélaga skipa í nefndir sambandsins til næstu tveggja ára. Áhugasamir um að koma að störfum nefndanna eru beðnir að senda póst þess efnis á skrifstofu sambandsins á netfangið hjorny@lhhestar.is fyrir 30.nóvember.
Kerckheart myndbandið: Hvernig hefur áseta knapans áhrif á hestinn?
Í Kerckheart myndbandi vikunnar skoðum við hvernig áseta knapans hefur áhrif á hreyfingar hestsins. Það er ekki að ástæðulausu afhverju reiðkennarar eru ávallt að minna nemendur sína á mikilvægi þess að sitja beinn yfir hestinum og ná góðri stjórn á eigin líkama. Minnstu þyngdarbreytingar og ójafnvægi geta haft áhrif á hreyfingar hestsins og hvernig hann byggir upp sína vöðva.
Landsmót hestamanna 2020 – Opinn fundur
Landsmót hestamanna 2020 verður haldið á Rangárbökkum á Hellu 6. – 12. júlí 2020. Undirbúningur fyrir mótið hófst snemma á þessu ári og hefur verkefnastjórn og stjórn Rangárbakka komið saman reglulega síðan í janúar. Mikil vinna hefur farið í undirbúning og áætlanagerð ásamt því að sótt var um styrk til mennta- og menningarmálaráðuneytis og á fleiri staði nú í október.
Spennandi trippi á fjórða vetur
Nú þegar haustið fer að kveðja og vetrarþjálfunin fer að hefjast að alvöru, er gaman að sjá hvaða áhugaverðu trippi á fjórða vetur hafa verið í frumtamningu í haust og munu líklega koma til með að prýða keppnis- og kynbótabrautirnar í framtíðinni. Isibless forvitnaðist um nokkur af þeim 3 vetra trippum sem eru með hæsta kynbótamatið.
Járningadagurinn 2018 þann 17. nóv
Hinn árlegi járningardagur Járningamannafélags Íslands verður haldinn 17. nóvember n.k. í Léttishöllinni á Akureyri. Dagurinn er fullur af fræðandi fyrirlestrum og skemmtilegu Íslandsmóti í járningum.
Röðun ræktunarbúa 2018
Eins og mörgum er í fersku minni tilnefndi Fagráð í hrossarækt alls 12 ræktunarbú til sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi ræktunarárangur á árinu 2018. Heiðursviðurkenninguna ræktunarbú ársins 2018 hlutu Bergur Jónsson og Olil Amble á uppskeruhátíð hestamanna þann 27. október síðastliðinn en þau kenna hross sín við Ketilsstaði og Syðri-Gegnishóla.
Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins
Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Líflandsfræðslan: Taglsláttur
Hestar eiga í samskiptum með líkamstjáningu og tilheyrir taglið þeim fjölda merkja sem hesturinn gefur frá sér. Saman mynda öll þau merki heilt tungumál sem þjálfari hestsins þarf að kunna til þess að samstarfið gangi sem best fyrir sig. En hvað er hesturinn að reyna segja þegar hann sveiflar taglinu?
Sölusýning Félags Hrossabænda á Norðurlandi í kvöld
Í dag, 2. nóvember kl 17:00 efnir Félag Hrossabænda til sölusýningar í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Á síðustu sölusýningu, sem haldin var í Spretti mættu u.þ.b.100 hross, 500 manns sátu í stúkunni og mörg þúsund fylgdust með í beinni útsendingu. Markmiðið er að búa til markaðsglugga og auðvelda fólki að koma hestum sínum á framfæri.