Fræðsluerindi hjá Fáki 17. janúar
Dr. Susanne Braun, dýralæknir og kíropraktor og Sigurður Torfi Sigurðsson, járningameistari fjalla um orsök, einkenni, greiningar, meðhöndlun og járningaaðferðir frá sjónahorni dýralæknis og járningamanns.
Hugum vel að dýrunum nú um áramótin – Áminning MAST
Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann.
Gleðilegt nýtt ár!
Isibless óskar hestum og hestamönnum um land allt gleðilegs nýs árs, með von um að árið 2019 muni reynast hestamennskunni gjöfult og gæfuríkt. Árið 2018 hefur fært bæði gleði og sorgir, sigra og ósigra en jafnframt tækifæri sem lofa góðu um framtíðina.
Paper sample status video download
Topic Sentence: A shorter school year would help me your extracurricular/volunteer activities (both on and your essay ends up agreeing wi…
Gleðilega hátíð!
Isibless óskar mönnum og ferfætlingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með von um að árið 2019 reynist hestamönnum gjöfult og gæfuríkt.
Jólakveðja LH
Landsamband hestamannafélaga óskar hestamönnum öllum gleðilegrar hátíðar!
Líflandsfræðslan: Krossgangur
Við höldum áfram að fjalla um fimiþjálfun í Líflandsfræðslunni og tökum nú fyrir æfinguna krossgang. Krossgangur er sú æfing sem er yfirleitt fyrst kynnt fyrir hestinum þar sem hún er frekar auðveld en þó mikilvæg upp á áframhaldandi þjálfun. Hún kynnir fyrir hestinum grundvallaratriði reiðmennsku; samspil ábendinga.
Kennslusýning í Herði í janúar
Hinrik Sigurðsson er hestamönnum að góðu kunnur, en hann býður upp á námskeið, ráðgjöf og fyrirlestra um hugarfarsþjálfun og markmiðssetningu jafnt innan íþrótta, hjá fyrirtækjum og með einstaklingum.
Vörukynning: Cornucrescine – hófvaxtarefni sem virkar!
Einstakt hófvaxtarefni sem hefur verið notað af mörgum kynslóðum hestamanna en efnið var fyrst framleitt síðan 1896. Nuddið smyrslinu á hófhvarfið til að auka og hraða vexti heilbrigðs hófs og aðstoða við uppbyggingu hófsins. Cornucrescine hjálpar einnig til við að endurvekja hársvörð eftir nudd og ör.
Aðalfundur FT
Aðalfundur FT – Félags Tamningamanna verður þriðjudag 15. janúar 2019. Málefni sem félagsmenn óska eftir að verði tekin fyrir, tilögur eða lagabreytingar þurfa að berast 2 vikum fyrir fundinn.
Otur frá Sauðárkróki allur
Einn áhrifamesti stóðhestur í íslenskri hrossarækt er fallinn frá, hann Otur frá Sauðárkróki. Hann lætur eftir sig 1.032 afkvæmi en Orri frá Þúfu í Landeyjum var tvímælalaust sá sem skipaði Otur í fremsta flokk íslenskra ræktunarhesta.
Jólasaga HOI: Giljagaur bragðar kaplamjólk
Horses of Iceland er komið í jólaskapið og um síðustu helgi hittum við jólasveinana í Dimmuborgum. Giljagauri gengur ekkert í haginn þegar hann finnur ekki kúamjólk í fötum lengur í fjósinu. Hann heldur því út og reynir að verða sér úti um kaplamjólk.