Líflandsfræðslan: Notkun hófolíu
Undir venjulegum kringumstæðum er hesturinn með náttúrulegt fitulag sem verndar hófa hans fyrir frumefnunum. Þegar hesturinn er hins vegar í umhverfi sem er of blautt eða of þurrt, þá getur það leitt til ýmissa vandkvæða. Notkun hófolíu getur komið hófunum í samt lag við slíkar aðstæður og hjálpað til við að halda þeim heilbrigðum.
Síðsumarssýning í Borgarnesi: Sveðja frá Skipaskaga efst
Það mættu rúmlega 30 hross til fullnaðardóms í Borgarnesi í síðustu viku en efst á sýningunni var hin 7 vetra Sveðja frá Skipaskaga með 8.19, sýnd af Leif Georg Gunnarssyni. Önnur var Gleði frá Hvanneyri, 6 vetra með 8.18, sýnd af Birni Hauki Einarssyni.
Suðurlandsmót: Niðurstöður A-úrslita og skeiðgreina
A- og B-úrslit, ásamt skeiði fór fram á Suðurlandsmótinu í dag. Í tölti T1 urðu Sigurður Sigurðarson og Ferill frá Búðarhóli hlutskarpastir með 8,00 í einkunn. Í tölti T3 voru það Vilborg Smáradóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum sem fóru með sigur af hólmi með 7,06. Matthías Leó Matthíasson og Taktur frá Vakurstöðum fóru einnig mikinn í dag og sigruðu fjórgang V1 og urði í 2. sæti í tölti T1.
Suðurlandsmót: Niðurstöður B-úrslita
B-úrslitum á Suðurlandsmótinu er nú lokið og ljóst er hverjir taka þátt í spennandi A-úrslitum sem nú eru nýlega hafin.
Síðsumarssýning á Hólum: Stjörnuspá frá Þúfum á toppnum
Síðustu sýningar ársins fóru fram í síðustu viku og voru rúmlega 50 hross sýnd á síðsumarssýningunni á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Meirihluti hrossanna voru hryssur en efstu fimm hross sýningarinnar voru hryssur. Efst var hin 5 vetra Stjörnuspá frá Þúfum, undan Stjörnustæl frá Dalvík og Lýsingu frá Þúfum. Önnur var Hylling frá Akureyri, undan Kná frá Ytra-Vallholti og Væntingu frá Brúnastöðum.
Suðurlandsmót: Úrslit úr forkeppi
Forkeppni í öllum greinum og flokkum er nú lokið á Suðurlandsmóti en úrslit fara fram á morgun. Prýðisveður er búið að leika við knapa og mótsgesti og verður gaman að fylgjast með spennandi úrslitum á morgun. Meðfylgjandi eru öll úrslit dagsins.
Síðsumarssýning á Hellu: Þrúgur frá Skálakoti efsta hross sýningarinnar
Rúmlega 120 hross voru sýnd til fullnaðardóms á síðsumarssýningunni á Gaddstaðaflötum í liðinni viku. Efst á sýningunni stóð Þrúgur frá Skálakoti, 6 vetra dóttir Skýs frá Skálakoti og Þyríar frá Hemlu II, sýnd af Jakobi Svavari Sigurðssyni. Næst efsta hross sýningarinnar var hin 7 vetra Sólgrá frá Miðdal, undan Sólbjart frá Flekkudal og Ská frá Miðdal, sýnd af Árni Birni Pálssyni.
Kerckheart myndband vikunnar: Hvernig er best að bregðast við hegðunarvandamálum?
Rétt eins og flest dýr, þá læra hestar af reynslunni. Á meðan við mannfólkið höfum það forskot að geta lært áður en við gerum mistök, þá ganga hestar (og í raun flest mannfólk líka á einhverjum tímapunkti) í gegnum svokallað ,,trial and error“ námsferli. Því fylgir að framkvæma einhverja hegðun og er það háð því hvort afleiðingarnar séu góðar eða slæmar hvort hesturinn vilji endurtaka þá hegðun.
Suðurlandsmót 2018: Niðurstöður fimmgangs
WR Suðurlandsmótið hófst í dag á fimmgangi F2. Efstir eftir forkeppni eru Jakob Svavar Sigurðsson og Skrúður frá Eyri með 7,30 en þar á eftir koma Elin Holst og Hugrökk frá Ketilsstöðum með 6,57 og Henna Sirén og Gormur frá Fljótshólum með 6,53.
Lagersala Líflands!
Lagersala Líflands og Top Reiter hefst í dag 23. ágúst í Brúarvogi 1-3, þar sem skrifstofur Líflands eru til húsa. Á lagersölunni verður hægt að gera frábær kaup á fatnaði og hestavörum á allt að 80{bbce306107591874a883bc620d7b31162f5b3aa68b5589138b9cd49f9b4ce574} afslætti.
Suðurlandsmót: Uppfærð dagskrá og ráslistar
Dagskrá og ráslistar eru birtir með fyrirvara um mannleg misstök. Einnig varðandi Gæðingaskeiðið þar sem gríðarleg þátttaka er í þeirri grein þá hefur verið ákveðið að knapar 1-24 klára tvær umferðir og svo þegar þessir 24 knapar hafa lokið sínum tveimur umferðum þá fara knapar 25-50 sínar tvær umferðir og svo verður verðlaunaafhending í Gæðingaskeiðinu.
Skeiðleikar samhliða Suðurlandsmóti
Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2018 verða haldnir í samstarfi við hestamannafélagið Geysi, samhliða Suðurlandsmóti sem fram fer á Gaddstaðaflötum dagana 24.-26. ágúst.