Árni Björn knapi ársins og Gangmyllan tvöfalt ræktunarbú ársins
Landsmótssigurvegarinn í A-flokki, Teitur Árnason var valinn Gæðingaknapi ársins en hann átti feikna sýningar með þá Hafstein frá Vakurstöðum og Sjóð frá Kirkjubæ, sem báðir voru í A-úrslitum á Landsmóti. Titillinn Íþróttaknapi ársins féll í skaut Jakobs Svavars Sigurðssonar.
Konráð Valur Sveinsson hlaut verðlaun sem Skeiðknapi ársins, en hann og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II hafa verið óstöðvandi að undanförnu og eiga t.d. ríkjandi heimsmet í 250m skeiði. Arnór Dan Kristinsson var valinn efnilegasti knapi árins, en hann er ríkjandi Norðurlandameistari í tölti ungmenna.
Það voru svo Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir (öðru nafni Gangmyllan) sem voru bæði valin sem ræktunarbú ársins af fagráði í hrossarækt og keppnishestabú ársins, en þar eru Olil Amble og Bergur Jónsson ræktendur.
Isibless óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!
Íþróttaknapi ársins
Jakob Svavar Sigurðsson
Skeiðknapi ársins
Konráð Valur Sveinsson
Gæðingaknapi ársins
Teitur Árnason
Kynbótaknapi ársins
Árni Björn Pálsson
Efnilegasti knapi ársins
Arnór Dan Kristinsson
Knapi ársins
Árni Björn Pálsson
Ræktun keppnishrossa LH / Keppnishestabú ársins
Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
Heiðursverðlaun LH
Hermann Árnason
Viðurkenning LH
Védís Huld Sigurðardóttir
Ræktunarbú ársins
Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
Heiðursverðlaun FHB
Sólveig Stefánasdóttir