Website-Icon EYJA

Áhugamannadeild Spretts / Equsana deildin 2019


Mótaröðin verður sú allra stærsta og sterkasta til þessa.  Sextán lið mæta til keppni í vetur með samtals áttatíu knapa skráða.  Þrír knapar úr hverju liði keppa í hverri grein fyrir liðið sitt og það eru því fjörtíu og átta knapar og hestar sem mæta í hvert mót.

Deildin hefst með keppni í fjórgang fimmtudaginn 7 febrúar kl. 19:00.  Sem fyrr er aðgangur ókeypis og fólk hvatt til að mæta í Sprettshöllina til að njóta flottra sýninga og góðra veitinga.

Að venju verður hægt að mæta snemma og njóta góðra veitinga fyrir og á meðan keppni stendur.

Dagskrá vetrarins er eftirfarandi:
Fimmtudagur 7 febrúar – Fjórgangur
Fimmtudagur 21 febrúar – Fimmgangur
Fimmtudagur 7 mars – Slaktaumatölt og flugskeið í gegnum höllina
Fimmtudagur 21 mars – Tölt – Lokamótið

Kynning liða hefst í vikunni en töluverðar breytingar hafa verið á liðum, knapabreytingar milli liða og svo bætast tvö ný lið í hópinn sem dreginn voru út í byrjun september.

Hlökkum til að sjá ykkur í vetur.
Die mobile Version verlassen