Aðalheiður Anna hlaut Reiðmennskuverðlaun Isibless!


Henning Drath, umsjónaraðili og eigandi þýska Isibless vefsins veitti Aðalheiði nýju Isibless reiðmennskuverðlaunin.

Að auki vann Aðalheiður Anna reiðmennskuverðlaun og FT fjöðrina frá Félagi Tamningamanna, en FT heiðrar á stórmótum frábæra reiðmennsku og einstakt samspil milli manns og hests. Það var hún Súsanna Sand Ólafsdóttir, formaður FT, sem veitti verðlaunin. 
Einnig voru önnur reiðmennskuverðlaun veitt á Landsmóti, Gregersen styttan, en hana hlaut Elin Holst. Elin vann B-flokkinn á hesti sínum, Frama frá Ketilsstöðum. Eru verðlaunin veitt til að minnast Ragnars Gregersen, sem var fyrirmynd hvað varðar umhirðu hrossins og snyrtilegs  klæðaburðar. Styttan er veitt þeim knapa sem skarar fram úr í A- eða B-flokki gæðinga og sýnir prúðmannlega reiðmennsku á afburða vel hirtum hesti. Dómarar og mótsstjóri velja þann knapa sem hlýtur verðlaunin. 
Isibless óskar þessum frábæru hestakonum og fyrirmyndum til hamingju með frábæran árangur á mótinu!