Áhugamannadeild Spretts 2019 – umsóknir um ný lið


Mótaröðin 2019 verður með sama fyrirkomulagi og 2018 þ.e.a.s greinarnar verða áfram fimm á á fjórum keppniskvöldum.

Tólf af fimmtán liðum Áhugamannadeildar Spretts 2018 hafa áunnið sér keppnisrétt fyrir árið 2019.  En það eru þrjú lið sem falla úr deildinni eftir keppnisárið 2017 skv. reglum deildarinnar og eru það lið Ölvisholt brugghús, Poulsen og Öðlingarnir.

 
Þau lið sem unnið hafa sér keppnisrétt verða að staðfesta við forsvarsmenn deildarinnar áframhaldandi þátttöku fyrir 22 ágúst 2018 ásamt liðskipan. Hvert lið hefur fimm knapa.

Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 26 ágúst. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn fimm knapa liðsins.   Dregið verður úr umsóknum Metamótshelginni okkar í Spretti .Tímasetning auglýst síðar.

Þau lið sem félu úr deildinni 2018 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um. Það eru þrjú sæti laus í Áhugamannadeild Spretts 2018..

Umsóknir sendist á maggiben@sprettarar.is fyrir 26 ágúst n.k.

Við bendum enduskoðaðar Áhugamannadeildar Spretts – liður 7 – um hvaða knapar hafa keppnisrétt í deildinni.

7. Keppendur í Áhugamannadeildinni – inngangsskilyrði
7.1.   Knapar sem hafa töluverða reynslu af keppni en deildin er ekki byrjendadeild.
7.2.  Knapar sem ekki hafa keppt í F1, V1, T1, T2 (meistaraflokki) eða Meistaradeild seinustu 3 ár.
Öll gæðingakeppni, á öllum stigum, og kappreiðar er undanskilin þ.e.a.s. heimilt er að keppa í gæðingakeppni og kappreiðum án þess að það hafi áhrif á inngangskilyrði.
Þessar reglur gilda um öll mót, einnig innanhúsmót.
Knapar sem lokið hafa reiðkennaranámi á háskólastigi hafa ekki keppnisrétt.
7.3 Knapar sem hafa ekki haft laun af tamningu eða þjálfun hesta seinustu 3 ár
7.4.  Lágmarksaldur keppenda í Áhugamannadeild er 22 ár.
7.5.  Stjórn Áhugamannadeildar Spretts hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylla inngangskilyrði


Dagsetningar móta 2019 hafa verið ákveðnar – með fyrirvara um niðurröðun greina.

Fimmtudagur 7 febrúar – Fjórgangur

Fimmtudagur 21 febrúar – Fimmgangur

5.feb Knapafundur
8.feb fjórgangur
22.feb fimmgangur
8.mars flugskeið og T2
22. mars tölt
23.mars Lokahóf5.feb Knapafundur
8.feb fjórgangur
22.feb fimmgangur
8.mars flugskeið og T2
22. mars tölt
23.mars LokahófFimmtudagur 7 mars  : Slaktaumatölt og flugskeið gegnum höllina
Fimmtudagur 21 mars : Tölt – lokamótið

Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Áhugamannadeild Spretts 2019.