Kerckheart myndband vikunnar: Hvernig er best að bregðast við hegðunarvandamálum?
Vísindaleg þekking á því hvernig menn og dýr læra eru ekki ný á nálinni. Það fer að sjálfsögðu að miklu leyti eftir hvaða dýrategund verið er að eiga við og persónueinkenni þeirra, en það sem er sameiginlegt með öllum dýrategundum er að ákjósanlegt lærdómsumhverfi er þegar dýrið/maðurinn skilur hvað verið er að leggja fyrir hann og að umhverfi sé ekki streituvaldandi.
Hestar eru þar engin undantekning. Taka verður þó sérstakt tillit til þess að þeir eru flóttadýr og geta sýnt ýkt flóttaviðbrögð þegar þeir finna til óöryggis eða ótta. Það er í raun jafn auðvelt að kenna hesti óæskilega hegðun og æskilega og fer það algjörlega eftir leiðbeinanda hestsins hvað og hvernig hesturinn upplifir það áreiti sem sett er á hann. Til að kenna hesti á réttan hátt er mikilvægt að skilja hvernig hann lærir og skynjar umhverfi sitt. Á þann hátt er hægt að styrkja æskileg viðbrögð hestsins sem eykur möguleikann á því að hesturinn svari á sama hátt í framtíðinni.
Fólk sem starfar við tamningu og þjálfun hesta sér ekki einungis um að kenna hestinum nýja hluti heldur einnig að kenna honum að breyta neikvæðum viðbrögðum sínum við ákveðnu áreiti, þar sem viðbrögð hestsins koma út sem hegðunarvandamál, s.s. árásargirni, hræðsla o.fl.
Það fyrsta sem allir hestseigendur eiga að tileinka sér að gera þegar hesturinn þeirra sýnir einhvers konar hegðunarvandamál, er að tala við dýralækni og útiloka það að hesturinn finni til einhversstaðar. Aðeins þá er hægt að halda áfram að reyna leysa málið við þjálfun hestsins.
Hérna að neðan er mjög áhugavert og fróðlegt myndband um hvernig best sé að bregðast við þeim hegðunarvandamálum sem geta komið upp í samskiptum manns og hests á jákvæðan máta, sem við hvetjum lesendur til að gefa sér tíma til að horfa á.
Mælt er þó með að tala við reiðkennara og/eða tamningamann áður en lent er í miklum villigötum, þar sem mun erfiðara er að kenna hesti að hætta óæskilegri hegðun heldur en að kenna hesti nýja hegðun.
[video1]
Hestar eru þar engin undantekning. Taka verður þó sérstakt tillit til þess að þeir eru flóttadýr og geta sýnt ýkt flóttaviðbrögð þegar þeir finna til óöryggis eða ótta. Það er í raun jafn auðvelt að kenna hesti óæskilega hegðun og æskilega og fer það algjörlega eftir leiðbeinanda hestsins hvað og hvernig hesturinn upplifir það áreiti sem sett er á hann. Til að kenna hesti á réttan hátt er mikilvægt að skilja hvernig hann lærir og skynjar umhverfi sitt. Á þann hátt er hægt að styrkja æskileg viðbrögð hestsins sem eykur möguleikann á því að hesturinn svari á sama hátt í framtíðinni.
Fólk sem starfar við tamningu og þjálfun hesta sér ekki einungis um að kenna hestinum nýja hluti heldur einnig að kenna honum að breyta neikvæðum viðbrögðum sínum við ákveðnu áreiti, þar sem viðbrögð hestsins koma út sem hegðunarvandamál, s.s. árásargirni, hræðsla o.fl.
Það fyrsta sem allir hestseigendur eiga að tileinka sér að gera þegar hesturinn þeirra sýnir einhvers konar hegðunarvandamál, er að tala við dýralækni og útiloka það að hesturinn finni til einhversstaðar. Aðeins þá er hægt að halda áfram að reyna leysa málið við þjálfun hestsins.
Hérna að neðan er mjög áhugavert og fróðlegt myndband um hvernig best sé að bregðast við þeim hegðunarvandamálum sem geta komið upp í samskiptum manns og hests á jákvæðan máta, sem við hvetjum lesendur til að gefa sér tíma til að horfa á.
Mælt er þó með að tala við reiðkennara og/eða tamningamann áður en lent er í miklum villigötum, þar sem mun erfiðara er að kenna hesti að hætta óæskilegri hegðun heldur en að kenna hesti nýja hegðun.
[video1]