Kerckheart myndbandið: Ungur nemur, ”eldri” temur


Kerckheart myndbandið að þessu sinni er 12 ára gamalt og sýnir Ingunni Ingólfsdóttur, þá 5 ára og stóðhestinn Hágang frá Narfastöðum í smá reiðtíma hjá reiðkennaranum Mette Mannseth. Gaman er að sjá hversu mikið traust ríkir á milli knapa, hests og reiðkennara. Hér eru bæði reiðkennari og hestur í samstarfi við að kenna yngri kynslóðinni. Það er óhætt að segja að Ingunn búi enn að þeirri reynslu í dag en hún ríður út og temur í dag, ásamt því að vera ötul á keppnisbrautinni.
Hágangur hefur gefið margan gæðinginn í gegnum tíðina enda með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hann er fæddur árið 1997 og er undan Orradótturinni Heru frá Herríðarhóli og Glampa frá Vatnsleysu.
Mette Mannseth og Ingunn Ingólfsdóttir hafa þekkst lengi, en Ingunn hefur verið nemandi Mette í hestamennskunni frá því hún unga aldri. Mette hefur fylgt þeim þeim eftir frá upphafi en hún jafnframt þjálfaði og sýndi Hágang á sínum tíma áður en Ingunn fór sjálf að keppa á honum. Ingunn og Hágangur voru til að mynda saman í úrslitum á Landsmóti í barnaflokki árið 2011. Einnig var Ingunn knapi Hágangs þegar hann tók á móti afkvæmaverðlaunum árin 2008 og 2011. Ingunn er frá hrossaræktarbúinu Dýrfinnustöðum í Skagafirði þar sem hún og Hágangur njóta ennþá samvista.
[video1]